Antoni Gaudí
Antoni Gaudí i Cornet (25. júní 1852 – 10. júní 1926) var spænskur-katalónskur arkitekt. Flestar byggingar eftir Gaudí er að finna í borginni Barcelona þar sem helsta verk hans Sagrada Família er enn þá í byggingu.
Antoni Gaudi fæddist í 1852 í Riudoms eða í Reus á Spáni, hann var yngstur fimm systkina en aðeins þrjú þeirra komust á legg. Ekki er alveg vitað hvar nákvæmur fæðingarstaður Gaudís var því engin skjöl hafa fundist um það, hafa verið uppi deilur um hvort hann hafi fæðst í nágrannasveitunum Reus eða Riudoms í Baix Camp héraði. Þó er vitað að hann var skírður í Sant Pere Apostol kirkju í Reus degi eftir fæðingu og fékk hann þá nafnið Antoni Placid Guillen Gaudí. Gaudí elskaði land sitt og þjóð. Hann trúði því að fólkið í Miðjarðarhafinu væri skapandi, frumlegt og með meðfædda skynsemi fyrir list og hönnun.
Gaudí var heilsulítill og þjáðist af gigt frá unga aldri. Hann gerðist grænmetisæta mjög snemma ástæðan fyrir því var meðal annars trúarleg. Hann fastaði oft og lengi sem varð til þess að árið 1894 varð hann lífshættulega veikur sökum þess.
Gaudí gekk í skóla hjá Francesc Berenguer sem varð svo síðar meir einn af helstu aðstoðarmönnum Gaudís. Seinna innritaðist hann í Piarists skólann í Reus þar sem listrænir hæfileikar hans sem málari blómstruðu. Árið 1868 flutti hann til Barcelona og lærði kennslu við Convent del Carme skólann.
Þegar Gaudí hafði lokið við herskyldu á árunum 1875 til 1878 sem fótgönguliði hélt hann áfram í námi. Hann hafði þó að mestu verið í veikindaleyfi alla herskylduna. Hann útskrifaðist sem arkitekt úr Llotja School í Barcelona árið 1878.
Persónulegt líf
breytaGaudí helgaði sig starfi sínu. Svo virðist sem hann hafi aðeins orðið ástfanginn einu sinni en það var af Josefa Moreu sem var kennari en því miður var sú ást ekki endurgoldin og Gaudí var einn allt sitt líf. Gaudí helgaði sig kaþólskri trú. Þeir sem ekki þekktu Gaudí lýstu honum oft sem ófélagslegum óþægilegum manni sem var hastarlegur í svörum. Þeir sem umgengust hann lýstu honum þveröfugt og sögðu hann vingjarnlegan og trúan vinum sínum og má þar nefna rithöfundinn Joan Maragall. Gaudí var með ljóst hár og blá augu og sem ungur maður klædist hann dýrum fötum og var ávallt með vel snyrt hár og skegg. Hann var tíður gestur í leik- og óperuhúsum. Þegar Gaudí var orðinn gamall gekk hann í slitnum fötum og var oft líkt við útigangsmann.
Sagrada Familia
breytaSagrada Família eða Yfirbótakirkja heilögu fjölskyldunnar er líklega þekktasta bygging Barcelona og ein af frægustu kirkjum heims. Eins og svo margar stórkirkjur fortíðarinnar ætlar hún að vera aldir í smíðum. Frá árinu 1915 helgaði Gaudí sig nánast eingöngu meistaraverki sínu Sagrada Família.
Kirkjan hefur þrjár framhliðar: Framhlið fæðingu Jesús Krists, framhlið Píslarsögunnar og framhlið dýrðarinnar. Þegar framkvæmdum verður endanlega lokið mun kirkjan hafa átján turna. Fjórir þeirra eru ofan á hverri framhlið sem tákn fyrir postulana 12 og eru þeir 90 til 120 metra háir. Aðrir fjórir tákna guðspjallamennina en sá hæsti er tileinkaður Jesús Kristi og er hann 170 metra hár. Sá síðasti er tileinkaður Maríu mey.
Á meðan Gaudí lifði var aðeins lokið við grafhvelfinguna og part af framhliðinni. Eftir dauða Gaudí tók aðstoðarmaður hans Doménec Sugranes við byggingarframkvæmdum og upp frá því stjórnuðu hinir ýmsu arkitektar byggingu kirkjunnar. Sagrada Familia er án efa frægasta bygging Gaudís þó honum hafi ekki tekist að klára hana. Kirkjan er enn í byggingu og ekki er búist við að smíði hennar ljúki fyrr en árið 2026.
Gaudí og nútímalist
breytaHið faglega líf Gaudís var auðkennandi fyrir það að hann hætti aldrei að rannsaka vélræn form bygginga. Snemma á ferli sínum var Gaudí innblásinn af oriental list (Indland, Persía, Japan) vegna rannsókna sinna á kennismiðum sögulegrar byggingalistar, svo sem Walter Pater, John Ruskin og William Morris. Áhrifin frá Oriental tímabilinu má sjá í verkum hans eins og Capricho, Güell Palace, Güell Pavilions og Casa Vicens. Seinna aðhylltist hann Gothic hreyfingunni sem var í tísku á þeim tíma og fylgdi hugmyndum franska arkitektsins Viollet-le-Duc. Þessi áhrif sýna sig í Colegi de les Teresianes, höll biskupsins í Astorga, Casa Botines og Bellesguard húsinu sem og í grafhvelfingu og kórskansi Sagrada Família kirkjunnar. Um síðir einkenndust verk Gaudís meira af persónulegum áhrifum hans með lífrænum stíl innblásnum af náttúrunni sem hann byggði sín aðalverk á. Á námsárum sínum hafði Gaudí aðgang af ljósmyndasafni frá egypskri, indverskri, persneskri, kínverskri og japanskri list og list Majanna sem arkitektarskólinn átti. Safnið innihélt einnig márísk minnismerki á Spáni. Þetta hafði djúp áhrif á hann og var innblástur fyrir mörgum verkum hans.
Verk
breytaVerk Gaudí eru venjulega flokkuð sem nútímalist, þau tilheyra þeim stíl vegna ákafa hans til að endurnýja án þess að brjóta hefðir, leit hans eftir nútímaleikanum þar sem hann notar sinn eigin skrautstíl á verkin. Fjölbreytt persónueinkenni setja mark sitt á hvert viðfangsefni þar sem að verkkunnátta er í aðalhlutverki. Við þetta er hægt að bæta að Gaudí notar einnig lítilsháttar Barrokk stíl ásamt því að notast við hefðbundna byggingarlist. Í verkum hans má finna sambland af innblæstri hans frá náttúrunni og hans upprunalega stíls. Þetta gefur verkum hans persónulegan og einstakan stíl í sögu byggingarlistar. Það er erfitt að setja viðmiðunarreglur sem varpa ljósi á þá þróun sem hefur mótað stíl Gaudí. Ein af bestu lýsingunum af verkum Gaudís gerði lærisveinn hans og rithöfundurinn sem ritaði ævisögu hans, Joan Bergós. Hann talaði um fimm tímabil í listaverkum Gaudís: undirbúningstímabilið, máríska tímabilið, tímabil þar sem hann var undir áhrifum gotnesks stíls, náttúru- og expressjónisma og tímabilið þar sem hann var undir áhrifum lífrænnar efnasmíði.
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Antoni Gaudí“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. apríl 2012.