Kristján 5. (danska: Christian d. femte; 15. apríl 164625. ágúst 1699) var konungur Dansk-norska ríkisins frá 1670 til dauðadags. Hann var sonur Friðriks 3. og Soffíu Amalíu af Brunswick-Lüneburg. Hann giftist árið 1667 Charlotte Amalie af Hessen-Kassel og átti með henni átta börn, þar á meðal ríkisarfann Friðrik. Hann var fyrsti erfðakonungur Danmerkur sem tók við samkvæmt Konungslögum Friðriks 3.

Kristján 5.

Kristján var vinsæll meðal alþýðu í Danmörku. Hann reyndi að ná Skáni aftur undir Danmörku í Skánska stríðinu 1675-1679 sem skilaði Dönum engum ávinningi. Hann leyfði alþýðufólki að fá stöður innan ríkisins meðal annars Peder Schumacher sem Kristján sló til greifa af Griffenfeld árið 1670 en um sama leyti tók hann upp nýju aðalstitlana „greifi“ og „fríherra“ í Danmörku.

Kristján lét lögtaka Dönsku lög 1683 og Norsku lög 1687.


Fyrirrennari:
Friðrik 3.
Konungur Danmerkur
(1670 – 1699)
Eftirmaður:
Friðrik 4.


  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.