Bræðraborgarstígur

Bræðraborgarstígur er gata í vesturbæ Reykjavíkur. Hann liggur milli Hringbrautar í suðri og Vesturgötu í norðri. Við hann er einkum íbúðarhúsnæði, sum húsin eru með þeim eldri í borginni. Gatan dregur nafn sitt af húsinu Bræðraborg (nú Bræðraborgarstígur 14), sem reist var af bræðrunum Bjarna og Sigurði Sigurðssyni frá Hæðarenda í Grímsnesi um 1880.[1] Götuheitið kemur fyrst fyrir í heimildum árið 1885.

Ýmis bókaforlög hafa á síðari árum valið sér aðsetur á Bræðraborgarstíg. Bókaútgáfan Iðunn var á Bræðraborgarstíg 16 frá því um 1975-2000, Bjartur-Veröld er nú á Bræðraborgarstíg 9 og Forlagið (JPV útgáfa, Mál og menning, Vaka-Helgafell og Iðunn) á Bræðraborgarstíg 7.

Tenglar

breyta


Tilvísanir

breyta
  1. Borgarsögusafn.[fulla heimild vantar]