Oxford (sjaldan nefnt Öxnafurða eða Uxavað) er borg í Oxfordshire á Englandi. Fólksfjöldi 152.527 (2012). Hún er annáluð fyrir Oxford-háskóla, sem er elsti háskólinn í enskumælandi landi. Borgin er einnig þekkt fyrir byggingarlist. Thames rennur um borgina og heitir þar Isis. Úthverfið Cowley er þekkt fyrir bílaframleiðslu og þar er nú framleiddur BMW MINI.

Oxford.

Borgin var fyrst byggð á Saxaöld og kölluð „Oxnaford“.

  Þessi Englandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.