Hatari
Hatari er íslensk hljómsveit (eða margmiðlunarverkefni) sem var stofnuð árið 2015. Sveitin flytur raftónlist/iðnaðarteknó, með ádeilutexta og líflega sviðsframkomu með BDSM-ívafi. Fyrst kom sveitin saman á Iceland Airwaves árið 2016. Hatari var valin besta tónleikahljómsveit ársins 2017 af tímaritinu Reykjavík Grapevine.
Hatari | |
---|---|
Upplýsingar | |
Uppruni | Reykjavík, Ísland |
Ár | 2015–í dag |
Stefnur | |
Útgáfufyrirtæki | Svikamylla ehf. |
Meðlimir |
|
Fyrri meðlimir |
|
Vefsíða | hatari |
Hugðarefni sveitarinnar eru að eigin sögn: Dauðinn, umbylting á samfélagi manna, tilgerðin sem felst í mannlegri tilveru, neyslusamfélagið og heimsendir.[1]
Saga
breytaUpphaf
breytaEinar Stefánsson sem hafði lært trommuleik kynntist Klemens Hannigan í menntaskóla í Belgíu. Þeir fóru að leika sér í upptökuveri þar. Það varð grunnurinn að því sem varð indí-hljómsveitin Kjurr sem keppti í Músíktilraunum 2013. [2] Matthías Tryggvason er frændi Klemens og hófu þeir síðar að semja raftónlist. Það varð að Hatara. Árið 2016 spilaði sveitin á tónleikahátíðum eins og Eistnaflug, LungA, Norðanpaunk og Iceland Airwaves. Stuttskífan Svikamylla kom út árið eftir og gerði sveitin myndbönd við nokkur laga á plötunni.
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
breytaÁrið 2019 vann Hatari forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Íslandi með lagið „Hatrið mun sigra“.[3] Hljómsveitin hélt út til Ísraels og vakti þar talsverða athygli. Þrír dansarar komu fram með hópnum. Hatara voru settar línur af framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar að ganga ekki of langt í pólitískum yfirlýsingum.
Hatari endaði í 10. sæti í keppninni. Þegar stigagjöf áhorfenda var gefin dró hljómsveitin upp borða með palestínska fánanum. Í kjölfarið gaf sveitin út lag og myndband með samkynhneigðum palestínumanni, Bashar Murad.[4]
Neyslutrans
breytaÍ janúar 2020 gaf sveitin út sína fyrstu breiðskífu, Neyslutrans og myndband fyrir smáskífuna „Engin miskunn“.[5] Sveitin hélt útgáfutónleika í Austurbæ og til stóð að halda á Evróputúrinn Europe Will Crumble með Cyber sem upphitunarhljómsveit. Það frestaðist vegna Covid.
Breytingar
breytaÍ júlí 2022 hefur Íris Tanja fyllt skarð fyrir Ástrós sem tók ekki þátt í nýlegum tónleikum vegna meðgöngu, en Andrean tók ekki þátt í tónleikaferðinni af persónulegum ástæðum.[6]
Í mars 2023 ákvað Mattías Haraldsson að yfirgefa hljómsveitina og einbeita sér að föðurhlutverkinu.[7] Næsta mánuð gaf Klemens Hannigan út smáskífu sína „Never Loved Someone So Much“. [8]
Síðar á árinu tók Davíð Þór Katrínarson við sem söngvari. [9]
Meðlimir
breyta- Klemens Hannigan
- Einar Stefánsson
- Davíð Þór Katrínarson
Dansarar
breyta- Sólbjört Sigurðardóttir
- Sigurður Andrean Sigurgeirsson
- Ástrós Guðjónsdóttir
- Ronja Mogensen
- Birta Ásmundsdóttir
Fyrrum meðlimir
breyta- Mattías Haraldsson
Ferðadansarar
breyta- Íris Tanja Flygenring
Útgefið efni
breytaBreiðskífur
breyta- Neyslutrans (2020)
Stuttskífur
breyta- Neysluvara (2017)
Smáskífur
breyta- „Ódýr“ (2017)
- „X“ (2017)
- „Spillingardans“ (2019)
- „Hatrið mun sigra“ (2019)
- „Klefi / Samed“ (2019)
- „Klámstrákur“ (2019)
- „Engin miskunn“ (2020)
- „Dansið eða deyið“ (2022)
- „Breadcrumbs“ (2024)
Tilvísanir
breyta- ↑ Hatari afhjúpa svikamyllu hversdagsins Rúv, skoðað 2. mars, 2019.
- ↑ „Blokkflautur eru versta uppfinning mannsins“ Rúv, sótt 8/10 2023
- ↑ Hatari vann Söngvakeppnina Vísir, skoðað 3. mars, 2019
- ↑ Nýt lag frá Hatara Rúv, skoðað 24. maí, 2019.
- ↑ Hatari heimtir alla Rúv, skoðað 21. feb, 2020.
- ↑ „Íris Tanja dansaði með Hatara í Evrópu“. web.archive.org. 12. ágúst 2022. Afritað af uppruna á 12. ágúst 2022. Sótt 18. apríl 2023.
- ↑ Matti hættur í Hatara, klæðir sig úr leðurgallanum í pabbapeysuna Geymt 4 mars 2023 í Wayback Machine Fréttablaðið, sótt 4. mars 2023
- ↑ Hatarinn Klemens sýnir á sér mjúkar hliðar Vísir, 23/4 2023
- ↑ Davíð tekur auðmjúkur við keflinu af Matta í Hatara Mbl.is, sótt 12/2 2024