Hatari í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Hatari er íslensk hljómsveit (eða margmiðlunarverkefni) sem var stofnuð árið 2015. Sveitin flytur raftónlist/iðnaðarteknó, með ádeilutexta og líflega sviðsframkomu með BDSM-ívafi. Fyrst kom sveitin saman á Iceland Airwaves árið 2016. Hatari var valin besta tónleikahljómsveit ársins 2017 af tímaritinu Reykjavík Grapevine.

Hugðarefni sveitarinnar eru að eigin sögn: Dauðinn, umbylting á samfélagi manna, tilgerðin sem felst í mannlegri tilveru, neyslusamfélagið og heimsendir.[1]

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvaBreyta

 
Söngvakeppnin 2019.

Árið 2019 vann Hatari forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Íslandi.[2] Hljómsveitin hélt út til Ísraels og vakti þar talsverða athygli. Þrír dansarar komu fram með hópnum.

Hatara voru settar línur af framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar að ganga ekki of langt í pólitískum yfirlýsingum.

Hatari endaði í 10. sæti í keppninni. Þegar stigagjöf áhorfenda var gefin dró hljómsveitin upp borða með palestínska fánanum. Í kjölfarið gaf sveitin út lag og myndband með samkynhneigðum palestínumanni, Bashar Murad [3]

Í janúar gaf sveitin út sína fyrstu breiðskífu, Neyslutrans.

MeðlimirBreyta

 • Klemens Hannigan
 • Matthías Haraldsson
 • Einar Stefánsson

ÚtgáfurBreyta

BreiðskífurBreyta

 • Neyslutrans (2020)

StuttskífurBreyta

 • Neysluvara (2017)

SmáskífurBreyta

 • Ódýr (2017)
 • X (2017)
 • Spillingardans (2019)
 • Hatrið mun sigra (2019)
 • Klefi / Samed (2019)
 • Klámstrákur (2019)

TenglarBreyta

TilvísanirBreyta

 1. Hatari afhjúpa svikamyllu hversdagsins Rúv, skoðað 2. mars, 2019.
 2. Hatari vann Söngvakeppnina Vísir, skoðað 3. mars, 2019
 3. Nýt lag frá Hatara Rúv, skoðað 24. maí, 2019.