Margrét Indriðadóttir

íslensk fjölmiðlakona

Margrét Indriðadóttir (28. október 1923 - 18. maí 2016) var fréttastjóri Ríkisútvarpsins frá 1968-1986. Margrét var fyrst kvenna á Norðurlöndum sem ráðin var fréttastjóri á ríkisfjölmiðli.

Margrét fæddist á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1943. Að námi loknu starfaði hún sem blaðamaður á Morgunblaðinu í þrjú ár og hafði þar m.a. umsjón með sérstakri kvennasíðu. Árið 1947 lauk Margrét BA-prófi í blaðamennsku frá School of Journalism við Minnesota háskóla í Bandaríkjunum.

Eftir heimkomuna frá Bandaríkjunum starfaði Margrét um hríð á Morgunblaðinu og Tímanum en árið 1949 varð hún fyrsta konan sem ráðin var til starfa á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Hún varð fréttastjóri árið 1968 og varð fyrst kvenna á Norðurlöndum sem ráðin var í stöðu fréttastjóra á ríkisfjölmiðli.

Margrét hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín, þar á meðal Nordfag-verðlaunin árið 1991 en það eru verðlaun norrænna Samtaka starfsmannafélaga ríkisútvarps og -sjónvarps og riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2007.[1][2]

Eiginmaður Margrétar var rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson og áttu þau tvo syni, Örnólf Thorsson forsetaritara og Guðmund Andra Thorsson rithöfund og alþingismann.

Ítarefni

breyta

Tilvísanir

breyta


  1. Knuz.wordpress.com, „Andlát - annáll 2016“ (skoðað 25. ágúst 2019)
  2. Press.is, „Margrét Indriðadóttir 1923-2016“ (skoðað 26. ágúst 2019)