Heðin Brú (17. ágúst 190118. maí 1987), sem hét réttu nafni Hans Jacob Jacobsen, var færeyskur rithöfundur og einn helsti höfundur Færeyinga á 20. öld.

Heðin Brú á færeysku frímerki.

Hans Jacob Jacobsen var fæddur í Skálavík í Færeyjum. Hann gekk í lýðháskólann í Þórshöfn 1919–1920 og fór síðan í bændaskóla í Danmörku, vann á dönskum sveitabæjum í nokkur ár og útskrifaðist frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1928. Hann hélt síðan heim til Færeyja, vann þar við búnaðarstörf og varð landbúnaðarráðunautur 1942. Hann hóf ritstörf á námsárunum í Danmörku og sinnti þeim jafnan til hliðar við aðalstarf sitt. Bækur sínar skrifaði hann jafnan undir höfundarnafninu Heðin Brú.

Fyrsta skáldsga hans, Lognbrá, kom út 1930 og framhald hennar, Fastatøkur, kom út 1935. Þekktasta bók hans, Feðgar á ferð, kom svo út 1940. Bókin fjallar um þróun færeysks þjóðfélags úr bændasamfélagi í nútíma fiskveiðiþjóð og togstreitu milli kynslóða. Bókin var þýdd á nokkur tungumál og var meðal annars fyrsta færeyska skáldsagan sem þýdd var á ensku. Hún kom út á íslensku þegar árið 1941. Bókin var kjörin skáldsaga 20. aldarinnar í Færeyjum.

Síðar sendi Heðin frá sér skáldsögurnar Leikum fagurt (1962), Men livið lær (1970) og Tað stóra takið (1972). Hann sendi einnig frá sér smásagnasöfn og ýmsar þýðingar, þar á meðal á tveimur leikritum Shakespeares og öðrum heimsbókmenntum, og ævintýrasafnið Ævintýr I-IV. Fyrir hana fékk hann Færeysku barnabókaverðlaunin 1980. Hann hlaut ýmsar aðrar viðurkenningar, þar á meðal færeysku bókmenntaverðlaunin 1964.

Heimildir

breyta
  • „Heðin Brú. Skinfaxi, 2. tbl. 1941“.
  • „„Það er mikilvægast sérhverjum manni að geta gengið til ákveðins starfs á degi hverjum". Morgunblaðið, 16. ágúst 1981“.