Ingibjörg Hjartardóttir

Ingibjörg Hjartardóttir (f. 18. maí 1952) er íslenskur rithöfundur og leikritaskáld. Hún hefur einnig þýtt skáldsögur og fengist við ljóðagerð. Ingibjörg er einn af stofnendum Leikfélagsins Hugleiks í Reykjavík og var formaður þessum skeið. Hún hefur einnig leikið og leikstýrt. Leikrit hennar hafa verið sýnd af af atvinnuleikhúsum, leikhópum og áhugafélögum víða um land og flutt í Ríkisútvarpinu. Skáldsögur Ingibjargar hafa verið þýddar og hafa m.a. allar komið út á þýsku.

Ingibjörg Hjartardóttir
Hljómdiskurinn Velkomin í Villta Vestrið með söngvum úr samnefndu leikriti sem Freyvangsleikhúsið setti upp 1998

Ingibjörg fæddist að Tjörn í Svarfaðardal. Foreldrar hennar eru Hjörtur E. Þórarinsson og Sigríður Hafstað á Tjörn. Ingibjörg var gift Degi Þorleifssyni (1933-2022) blaðamanni og rithöfundi. Synir þeirra eru Hugleikur Dagsson og Þormóður Dagsson. Seinni eiginmaður hennar var Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur (1938 - 2024).

Ritverk

breyta

Skáldsögur

breyta
  • Upp til Sigurhæða. Mál og menning 2001
  • Þriðja bónin. Bókaútgáfan Salka 2005
  • Hlustarinn. Bókaútgáfan Salka 2010
  • Fjallkonan. Bókaútgáfan Salka 2015
  • Jarðvísindakona deyr. Bókaútgáfan Salka 2021

Ævisögur

breyta
  • Spor eftir göngumann. Í slóð Hjartar á Tjörn. Ævisaga. Meðhöfundur, Þórarinn Hjartarson, 1997
  • Var, er og verður Birna. Forlagið 2022

Leikrit

breyta
  • Skugga-Björg. Ný leikgerð að Skugga-Sveini. Meðhöf. nokkrir félagar í Hugleik, 1985
  • Sálir Jónanna. Meðhöf., Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir. Hugleikur 1986
  • Ó, þú! Meðhöfundar, Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir. Hugleikur 1987
  • Um hið átakanlega, sorglega og dularfulla hvarf ungu brúðhjónanna, Indriða og Sigríðar, daginn eftir brúðkaupið og leitina að þeim. Meðhöf., Hjördís Hjartardóttir, Unnur Guttormsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir. Hugleikur 1988
  • Ingveldur á Iðavöllum. Meðhöfundur, Sigrún Óskarsdóttir. Hugleikur 1986
  • Aldrei fer ég suður. Meðhöfundur, Sigrún Óskarsdóttir. Hugleikur 1990
  • Fermingarbarnamótið. Meðhöfundar, nokkrir félagar í Hugleik. Hugleikur 1992
  • Fólkið í Þingholtunum. Útvarpsleikrit í 24 sjálfstæðum þáttum. Meðhöfundur, Sigrún Óskarsdóttir. RÚV 1989 – 1991.
  • Stóra kókaínmálið. Útvarpsleikrit í 10 þáttum. RÚV 1993, leikstjóri, Þórhallur Sigruðsson.
  • Sonur og elskhugi. Einþáttungur. Meðhöfundur, Sigrún Óskarsdóttir. Hugleikur 1994
  • Hafnardagarevían (Með fleirum). Hugleikur 1994
  • Út yfir gröf og dauða. Útvarpsleikrit. RÚV 1995, leikstjóri, Ásdís Thoroddsen.
  • Bóndinn. Slaghörpuleikarinn. Saga dóttur minnar. Þrír einleikir. Listaklúbbur Leikhúskjallarans 1995, leikstjóri, Sigríður Margrét Guðmundsdóttir.
  • Hvernig dó mamma þín? Einþáttungur. Höfundasmiðja Leikfélags Reykjavíkur 1996, leikstjóri, Hlín Agnarsdóttir.
  • Hinar kýrnar. Einþáttungur. Kaffileikhúsið 1996, leikstjóri, Þórhallur Sigurðsson.
  • Vísindakona deyr. Útvarpsleikrit í 10 þáttum. RÚV 1998, leikstjóri, Hjálmar Hjálmarsson.
  • Velkomin í Villta Vestrið. Freyvangsleikhúsið 1998, leikstjóri, Helga Jónsdóttir.
  • Séð og heyrt. Einþáttungur. Listaklúbbur Leikhúskjallarans 1998, leikstjóri, Ásdís Skúladóttir.
  • Sálir Jónanna ganga aftur. Endurgerð af leikritinu Sálir Jónanna. Meðhöfundar, Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir. Hugleikur , leikstjóri, Viðar Eggertsson.
  • Ellismellur. Revía. Meðhöf., Anna Kr. Kristjánsdóttir, Fríða B. Andersen, Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir. Hananú-hópurinn Kópavogi 1999. Leikstjóri Ásdís Skúladóttir.
  • Gáttir allar. (Einþáttungur í syrpunni Ég sé ekki Munin. Meðhöf. Sigrún Óskarsdóttir og Unnur Guttormsdóttir). Hugleikur 2000
  • Meyjarorðum skyldi manngi trúa (Einþáttungur í syrpunni Ég sé ekki Munin). Meðhöf. Sigrún Óskarsdóttir og Hjördís Hjartardóttir. Hugleikur 2000
  • Víst var Ingjaldur á rauðum skóm. Meðhöf. Hjördís Hjartardóttir og Sigrún Óskarsdóttir. Hugleikur 2001
  • Draumalandið. Leikfélag Akureyrar 2004. Leikstjórn: Þorsteinn Backmann
  • Svarfdæla saga. Meðhöf. Hjörleifur Hjartarson. Leikfélag Dalvíkur 2004. Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
  • Ó, þú aftur! Hugleikur 2009. Leikstjórn: Jón Stefán Kristjánsson

Leikritið Velkomin í Villta vestrið sem var sérstaklega skrifað fyrir Freyvangsleikhúsið vegna landsmóts hestamanna sem haldið var á Melgerðismelum sumarið 1998, var valið sem áhugaverðasta áhugaleiksýningin á leikárinu.

Leikritið Sálir Jónanna ganga aftur í uppsetningu Hugleiks var valið sem fulltrúi Íslands á norður-evrópska leiklistarhátíð sem haldin var í Harstad í Noregi í ágúst 1998. Síðan var leikhópnum boðið með leikritið á leiklistarhátíð í Litháen sumarið 1999 og til Færeyja þá um haustið.

Skáldsagan Hlustarinn var útvarpssaga RÚV í apríl og maí 2013.

Ítarefni

breyta

Jón Daníelsson 1995. Ingibjörg Hjartardóttir: Kom ekki til greina að við yrtum hvort á annað. Betri Helmingurinn. Bókaútgáfan Skjaldborg. Bls. 177-226.