Velkomin á landafræðigáttina!


Gáttinni er í senn ætlað að vera eins konar forsíða að efni um landafræði á Wikipediu og um leið vettvangur samstarfs um landfræðilegt efni í alfræðiritinu.
LandafræðiLandafræði ÍslandsLöndBorgir

Villa: mynd verður að vera tilgreind í fyrstu línu

Afríka
(flokkur)
Asía
(flokkur)
Evrópa
(flokkur)
Norður-Ameríka
(flokkur)
Suður-Ameríka
(flokkur)
Eyjaálfa
(flokkur)
Valin grein

Malaví er landlukt land í suð-austurhluta Afríku sem liggur á milli Mósambík, Sambíu og Tansaníu. Helsta einkenni Malaví er Malaví-vatn sem þekur tæplega 1/5 hluta landsins, en samtals er flatarmál Malaví 120 þús. ferkílómetrar.

Malaví er eitt af þéttbýlustu löndum í Afríku og búa þar alls 11 milljónir manna. Fólkið lifir helst á landbúnaði og fiskveiðum í Malaví-vatni. Mikil fátækt ríkir í landinu en ríkari lönd keppast við að hjálpa Malavíbúum með því að kenna þeim arðbærari vinnubrögð í landbúnaði og fiskveiðum, ásamt fullorðinsfræðslu.

Mannvistarleifar sem fundist hafa í Malaví eru taldar vera frá að minnsta kosti 8.000 f. Kr. en þær sýna að ættbálkarnir líktust nokkuð því fólki sem býr á Sómalíu-skaga á okkar dögum. Einnig hafa fundist mannvistarleifar og hellaristur frá því um 1.500 f. Kr. og sýna að fólkið var Búskmenn, þó ekki sömu tegundar og er að finna í Ástralíu.

Á 15. öld var Maravi-veldið stofnað við suðvesturströnd Malaví-vatns en það var Amaravi (seinna þekkt sem Chewa-fólkið) sem flúði frá því svæði sem nú er Vestur-Kongó. Maravi-veldi stækkaði og náði yfir bæði Mósambík og Sambíu en leið loks undir lok á 18. öld vegna þess að þrælasala og óeirðir innan stjórnarinnar veiktu veldið.

Orðið Maravi er talið þýða ljósgeislar, en þjóðin vann mikið með járn og lýstu járnbræðsluofnarnir upp næturhimininn — af því er nafnið dregið. Við ströndina þar sem nú er Sambía verslaði Maravi-fólkið við evrópsk skip, sérstaklega portúgölsk en einnig við araba. Helst seldu Maravar járn, fílabein og þræla, en þeir ræktuðu einnig hirsi (milet-korn) og kartöflur.


Vissir þú?

Vissir þú

...að Brúnei er smáríki á eyjunni Borneó í Suðaustur-Asíu?
...að Rín er þriðja lengsta fljót í Evrópu og ein mikilvægasta samgönguleið álfunnar?
...að í Kenýu eru um 50 mismunandi þjóðir?
...að Vaduz er höfuðborg smáríkisins Liechtenstein?
...að Þelamörk er fylki í Suður-Noregi?
...að Tékkland gekk í Evrópusambandið í maí 2004?
...að Ómanflói er sund sem tengir Arabíuhaf við Persaflóa?
...að á Grímsey er nyrsta mannabyggð Íslands?
...að Viktoríuvatn er annað stærsta stöðuvatn jarðarinnar?
...að 98% af flatarmáli Suðurskautslandsinser þakið jökulís, sem er að meðaltali 1,6 kílómetra þykkur?
...að Þýskaland rekur uppruna sinn til Verdun-samningsins frá 843?
...að Panamaeiðið er eiði sem aðskilur Norður- og Suður-Ameríku?
...að Suður-Íshaf er hafið sem umlykur Suðurskautslandið en áður var talað um að Atlantshaf, Indlandshaf og Kyrrahaf næðu að strönd Suðurskautslandsins?
...að Kampala, höfuðborg Úganda, stendur í 1.189 metra hæð yfir sjávarmáli?

Gæða- og úrvalsgreinar


Verkefni
Hvað þarf að gera?
Stubbar


Óskrifaðar greinar
Listar


Tenglar