Beringshafensku Bering Sea; á rússnesku Бе́рингово мо́ре) er hafssvæði í nyrsta hluta Kyrrahafsins milli Alaska í austur, austurströnd Síberíu og Kamtjatkaskaga í vestur, Alaskaskaga og Aleuteyjum í suður og suðaustur. Í norður tengist það Tjúktahafi og Norður-Íshafi í gegnum Beringssund.

Kort sem sýnir Beringshaf fyrir miðju, til hægri er Alaska og til vinstri Síbería með Kamtjatkaskaga

Hafið dregur nafn af danska landkönnuðinum Vitus Bering sem fyrstur Evrópumanna fór þar um árið 1728 og síðar 1741.

Beringshaf er 2 315 000 km² að flatarmáli, og mæting hafsstrauma norðan úr Íshafi og sunnan úr Kyrrahafi gera það að einu ríkasta sjávarlífríki á jörðu. Bæði Bandaríkin og Rússland eiga landhelgi á Beringshafi auk alþjóðlegs hluta sem nefndur er „Donut Hole“ á ensku.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu