Seúl
Höfuðborg Suður-Kóreu
(Endurbeint frá Seoul)
Seúl (Kóreska: 서울, borið fram "soúl") er höfuðborg Suður-Kóreu og jafnframt stærsta borg landsins. Nafn borgarinnar er dregið af forna kóreska orðinu Seorabeol eða Seobeol, sem þýðir „höfuðborg“. Borgin var áður þekkt undir nöfnunum Wiryeseong, Hanyang og Hanseong.
Seúl er staðsett í norðvesturhluta landsins, við Hanfljót. Borgin nær yfir 605,52 ferkílómetra. Íbúar Seúl eru rúmlega tíu milljónir talsins. Sé allt höfuðborgarsvæðið talið með eru íbúarnir um tuttugu milljónir. Seúl er ein af fjölmennustu og þéttbýlustu borgum heims.