Suðaustur-Evrópa er heimshluti sem er tiltölulega nýlega farið að tala um í Evrópu. Orðið var upphaflega notað yfir Balkanlöndin þar sem nafn Balkanskagans þótti hafa neikvæðar tilvísanir. Síðan þá hefur þetta heiti verið víkkað út og nær nú einnig yfir Kýpur, Evrópuhluta Tyrklands, Rúmeníu og Moldóvu sem ekki var hefð fyrir því að tala um sem Balkanlönd áður.

Kort sem sýnir staðsetningu Evrópu.
Kort sem sýnir staðsetningu Suðaustur-Evrópu.

Í þessari stækkuðu mynd nær Suðaustur-Evrópa yfir þau svæði sem Tyrkjaveldi réði í Evrópu þegar það var sem stærst.

Upphaflega skilgreiningin nær því aðeins yfir Balkanlöndin:

En síðustu ár hefur hún oft verið látin ná yfir eftirtalin lönd að auki:

Ungverjaland og Úkraína eru sjaldnar talin með í þessum heimshluta. Algengara er að telja Ungverjaland til Mið-Evrópu og Úkraínu til Austur-Evrópu. Kákasuslöndin eru líka yfirleitt talin til Austur-Evrópu fremur en Suðaustur-Evrópu.