Pólýnesía

Undirsvæði í Kyrrahafinu í Eyjaálfu

Pólýnesía (komið frá grísku orðunum poly = margt og nesos = eyja) er stórt svæði í Kyrrahafi sem inniheldur meira en 1000 eyjar og telst til Eyjaálfu. Upprunalega átti hugtakið við allar eyjurnar í Kyrrahafinu en í dag er það notað, landfræðilega, yfir þríhyrning með hornin Hawaii, Nýja Sjáland og Páskaeyju. Hinir helstu eyjahóparnir innan þessa þríhyrnings eru Samóa, Tonga, og hinar ýmsu eyjakeðjur sem mynda Frönsku Pólýnesíu. Mannfræðilega á hugtakið hins vegar við um einn hinna þriggju hluta Eyjaálfu, hinir verandi Míkrónesía og Melanesía, þar sem allir frumbyggjarnir tilheyra einum hóp menningar og mannfræðilega eftir aldir af þjóðflutningum um hafið.

Mynd sem sýnir þríhyrninginn sem er skilgreindur sem Pólýnesía
Cook flói á Moorea eyju, sem er hluti af Frönsku Pólýnesíu.

Eftirfarandi eyjar eða eyjahópar eru ýmist ríki eða svæði sem eru pólýnesísk að menningu. Sumar eyjanna sem teljast pólýnesískar eru fyrir utan þríhyrninginn sem er notaður til að skilgreina svæðið sjálft.