66°31.64′N 17°58.90′V / 66.52733°N 17.98167°V / 66.52733; -17.98167

Kort.

Grímsey er eyja 40 km norður af meginlandi Íslands. Þar er lítið þorp sem byggir afkomu sína á sjávarútvegi og er nyrsta mannabyggð Íslands. Norðurheimskautsbaugurinn gengur í gegnum eyjuna norðanverða. Eyjan þekur 5,3 ferkílómetra og rís hæst 105 metra yfir sjávarmál. Samgöngur við eyna byggjast á reglulegum ferjusiglingum frá Dalvík og flugi frá Akureyri. Í eynni hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð frá 2005. 25. apríl 2009 fór fram kosning í Grímsey og á Akureyri um hvort sveitarfélögin tvö ættu að sameinast og var það samþykkt með meirihluta atkvæða á báðum stöðum.[1] 61 manns bjuggu í eynni árið 2019.

Veður

breyta

Í ágúst 2021 mældust 22,3 gráður í eynni sem er met.[2]

Sögulegir atburðir

breyta

Grímseyjarför

breyta

Grímseyjarför var herför feðgarnir Sighvatur Sturluson og Sturla Sighvatsson fóru til Grímseyjar vorið 1222 með um 300 manna lið til að hefna fyrir drápið á Tuma Sighvatssyni eldri þá um veturinn.

Árið 1793 - Sótt

breyta
 
Fuglabjarg í Grímsey

Þetta ár munaði litlu, að Grímsey legðist í auðn. Þá gekk á eyjunni taksótt (pleuritis), sem drap marga fullorðna karlmenn. Var sagt, að aðeins 6 fullfærir karlar væru þar eftir, og voru þeir sendir á báti til meginlandsins til að sækja aukinn liðsafla fyrir eyjarskeggja. En á leiðinni til lands fórst báturinn með öllum mönnunum svo að ekki var annað fullfærra karlmanna eftir í Grímsey en sóknarpresturinn einn.

Miðgarðakirkja

breyta

Miðgarðakirkja var byggð árið 1867 og endurbætt um miðja 20. öld. Aðfaranótt 22. septembers 2021 brann kirkjan til grunna þegar kviknaði út frá rafmagnstöflu. Menningarverðmæti töpuðust og þar á meðal einstök altaristafla sem Arngrímur Gíslason málaði árið 1879. Til stendur að endurbyggja kirkjuna. [3]

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Grímsey og Akureyri sameinast“. 26. apríl 2009.
  2. Hitamet í Grímsey Vísir, sótt 25/8 2021
  3. Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Vísir.is, sótt 23/9 2021

Tenglar

breyta