Austurlönd fjær
Austurlönd fjær er hugtak sem stundum er notað um Suðaustur-Asíu og Austur-Asíu. Stundum er það einnig látið ná yfir austurhluta Rússlands og vesturhluta Kyrrahafs.
„Austurlönd fjær“ er oft notað sem samheiti fyrir Austur-Asíu og telur þá löndin Kína (utan Tíbet og Sinkiang) og Tævan, Japan, Kóreu og Víetnam. Að auki eru oft talin með löndin í Suðaustur-Asíu: Kambódía, Malasía, Mjanmar og Taíland. Það er líka notað í víðari merkingu og nær þá einnig yfir lönd í vesturhluta Kyrrahafsins, svo sem Indónesíu og Filippseyjar, en aldrei Ástralíu eða Nýja-Sjáland.