Fyrrum Sovétlýðveldi
Fyrrum Sovétlýðveldi (líka kölluð fyrrum Sovétríki) eru ríkin sem urðu til þegar Sovétríkin leystust upp árið 1991. Þeim er oftast skipt í fimm flokka eftir staðsetningu, menningu, sögu og fleiru:
- Eystrasaltslöndin: Eistland, Lettland og Litháen.
- Mið-Asía: Kasakstan, Kirgistan, Tadsjikistan, Úsbekistan og Túrkmenistan.
- Kákasus: Georgía, Armenía og Aserbaídsjan.
- Austur-Evrópa: Úkraína, Hvíta-Rússland og Moldóva.
- Rússland er venjulega haft í flokki út af fyrir sig út af einstæðri stöðu sinni á svæðinu.
Þau eru öll, að Eystrasaltslöndunum og Úkraínu undanskildum, í Samveldi sjálfstæðra ríkja sem stundum er litið á sem einskonar „arftaka Sovétríkjanna“, þrátt fyrir að vera einungis samstarfsvettvangur, ekki sambandsríki eins og Sovétríkin voru.