64°14′00″N 18°55′00″V / 64.23333°N 18.91667°V / 64.23333; -18.91667

Þórisvatn með Hofsjökul í baksýn.

Þórisvatn er stærsta stöðuvatn Íslands, um 86 ferkílómetrar. Það liggur milli Köldukvíslar og Hraunvatna á hálendi Rangárvallasýslu. Suður í vatnið gengur alllangur höfði, Útigönguhöfði, sem skiptir því í tvo flóa. Austan höfðans eru Austurbotnar en vestan við hann er stærsti hluti vatnsins.

Þórisvatn hefur verið miðlunarlón Vatnsfellsvirkjunar, sem er við suðurenda vatnsins, frá árinu 1971 en vatnið í það kemur úr Köldukvísl (og þar með Kvíslaveitum Þjórsár). Áður en Vatnsfellsvirkjun var byggð var Þórisvatn annað stærsta stöðuvatn landsins, á eftir Þingvallavatni, um 70 km², en í dag getur það orðið allt að 86 km². Þá var ekkert yfirborðsrennsli í vatnið heldur bara neðanjarðarlindir sem sytruðu í gegnum hraunið, mest í Austurbotn.

Mesta dýpi vatnsins er 109 metrar. Yfirborðshæð þess sveiflast um 16,5 metra eftir árstímum, en er að jafnaði 571 meter.

Tenglar

breyta
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.