Listi yfir fjölmennustu stórborgarsvæði heims
Eftirfarani er listi yfir fjölmennustu stórborgarsvæði heims. Spurningin um hverjar eru stærstu borgir heims er flókin vegna þess að oft er óljóst hvernig á að skilgreina borg; miðað er við margar ólikar skilgreiningar en auk þess er vandséð að skilgreiningar passi alltaf við aðstæður á hverjum stað. Hér er miðað við stórborgarsvæði, sem felur ekki einungis í sér íbúafjölda innan borgarmarka heldur allan íbúafjöldann á einu og sama atvinnusvæðinu.
Á listanum er miðað við fólksfjöldatölur frá árinu 2003.[1] Listinn felur í sér túlkun á staðreyndum.
Röð | Stórborgarsvæði | Land | Íbúafjöldi | Landsvæði (km²) | Þéttleiki byggðar (einstaklingar/km²) |
---|---|---|---|---|---|
1 | Tókýó | Japan | 32.450.000 | 8.014 | 4.049 |
2 | Seúl | Suður-Kórea | 20.550.000 | 5.076 | 4.048 |
3 | Mexíkóborg | Mexíkó | 20.450.000 | 7.346 | 2.784 |
4 | New York-borg | Bandaríkin | 19.750.000 | 17.884 | 1.104 |
5 | Mumbai | Indland | 19.200.000 | 2.350 | 8.170 |
6 | Djakarta | Indónesía | 18.900.000 | 5.100 | 3.706 |
7 | São Paulo | Brasilía | 18.850.000 | 8.479 | 2.223 |
8 | Delí | Indland | 18.600.000 | 3.182 | 5.845 |
9 | Osaka-Kobe-Kyoto | Japan | 17.375.000 | 6.930 | 2.507 |
10 | Sjanghæ | Kína | 16.650.000 | 5.177 | 3.216 |
11 | Manila | Filippseyjar | 16.300.000 | 2.521 | 6.466 |
12 | Hong Kong-Shenzhen[2] | Kína | 15.800.000 | 3.051 | 5.179 |
13 | Los Angeles | Bandaríkin | 15.250.000 | 10.780 | 1.415 |
14 | Kolkata | Indland | 15.100.000 | 1.785 | 8.459 |
15 | Moskva | Rússland | 15.000.000 | 14.925 | 1.005 |
16 | Kaíró | Egyptaland | 14.450.000 | 1.600 | 9.031 |
17 | Buenos Aires | Argentína | 13.170.000 | 10.888 | 1.210 |
18 | London | Bretland | 12.875.000 | 11.391 | 1.130 |
19 | Beijing | Kína | 12.500.000 | 6.562 | 1.905 |
20 | Karachi | Pakistan | 11.800.000 | 1.100 | 10.727 |
Athugasemdir
breyta- ↑ R.L. Forstall, R.P. Greene, og J.B. Pick, „Which are the largest? Why published populations for major world urban areas vary so greatly“ Geymt 31 maí 2010 í Wayback Machine, á ráðstefnu um framtíð borga í Illinois-háskóla í Chicago, júlí 2004): tafla 5 (bla. 34)
- ↑ Einhverjar hömlur eru á flæði vinnuafls milli Hong Kong og meginlands Kína.