Austin Magnús Bracey

Austin Magnús Bracey (fæddur 30. maí 1990) er íslenskur körfuknattleiksmaður sem spilar fyrir Ármann í 1. deild karla í körfuknattleik.

Austin Bracey
Njarðvík vs Snæfell (15219188213).jpg
Upplýsingar
Fullt nafn Austin Magnús Bracey
Fæðingardagur 30. maí 1990 (1990-05-30) (34 ára)
Fæðingarstaður    Ísland
Hæð 191 cm
Þyngd 88 kg
Leikstaða Skotbakvörður
Núverandi lið
Núverandi lið Selfoss Karfa
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
2011-2012
2012-2014
2014-2016
2016-2020
2020-2021
2021-2022
2022-
Valur
Höttur
Snæfell
Valur
Haukar
Selfoss Karfa
Ármann

1 Meistaraflokksferill
síðast uppfærður 7. maí 2020.

Austin Magnús hóf meistaraflokksferil sinn með Val tímabilið 2011-2012 í Úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Eftir tímabilið gekk hann til liðs við Hött á Egilsstöðum þar sem hann lék í tvö ár í 1. deild. Seinna tímabilið sitt setti hann persónulegt met í meistaraflokki er hann var með 22,1 stig að meðaltali í leik. Á milli 2014 og 2016 lék hann með Snæfell í efstu deild þar sem hann var með 17,5 og 16,3 stig að meðaltali í leik. Árið 2016 gekk hann aftur til liðs við Val þar sem hann lék í fjögur ár. Haustið 2020 gekk hann til liðs við Hauka í efstu deild.[1]

Í desember 2021 gekk Austin Magnús til liðs við Selfoss þar sem hann kom við sögu í fimm leikjum.[2] Í júlí 2022, samdi hann við Ármann um að leika með félaginu í 1. deild á komandi tímabili.[3]

Fjölskylda

breyta

Austin Magnús er sonur Valray Bracey sem kjörinn var besti erlendi leikmaður úrvalsdeildarinnar tímabilið 1981-1982 þegar hann spilaði með Fram.[4]

Heimildir

breyta
  1. „Magnús Bracey áfram í Val“. Morgunblaðið. 13. febrúar 2017. Sótt 17. febrúar 2018.
  2. Davíð Eldur (9. desember 2021). „Austin Magnús til Selfoss“. Karfan.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. desember 2021. Sótt 9. desember 2021.
  3. Davíð Eldur (19. júlí 2022). „Austin Bracey til Ármanns“. Karfan.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. júlí 2022. Sótt 20. júlí 2022.
  4. Tómas Þór Þórðarson (18. maí 2014). „Snæfell fær Austin Magnus Bracey frá Hetti“. Vísir.is. Sótt 17. febrúar 2018.

Ytri tenglar

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist körfuknattleik er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.