Ari Johnsen
Ari Márus Johnsen (skírður Ari Maurus Jónsson, en var líka stundum nefndur Ari Jónsson og Ari Márus Daníelsson Johnsen) (30. maí 1860 – 17. júní 1927) var fyrsti lærði óperusöngvarinn frá Íslandi. Hann starfaði aðallega í Þýskalandi, t.d. í Berlín, Leipzig og Hamborg, en kom einnig fram í Lundúnum. Hann hætti að syngja árið 1909, þar eð hann taldi sig þá vera orðinn of gamall til að syngja, og stundaði eftir það eingöngu söngkennslu í Hamborg og síðan í Kaupmannahöfn. [1] Hann var kallaður sönglistarmaður í blöðunum kringum aldamótin 1900. [2]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Ísafold 1909“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. mars 2016. Sótt 22. nóvember 2008.
- ↑ Ísafold 1901[óvirkur tengill]