Tom Morello
Tom Morello er bandarískur gítarleikari fæddur 30. maí 1964 í New York. Morello stofnaði hljómsveitina Rage Against the Machine (R.A.T.M.) sem var áhrifarík sveit í jaðarrokki og þungarokki. Síðar stofnaði hann sveitina Audioslave með söngvara Soundgarden, sólósveit sína Nightwatchman og nýlegast Prophets of Rage með fyrrum meðlimum R.A.T.M. ásamt söngvurunum B-Real úr Cypress Hill og Chuck D úr Public Enemy.
Tom Morello | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Thomas Baptist Morello 30. maí 1964 |
Uppruni | New York, Bandaríkin |
Störf | Tónlistarmaður |
Ár virkur | 1980 – í dag |
Stefnur | Öðruvísi rokk |
Hljóðfæri | gítar |
Útgáfufyrirtæki | SonyBMG Epic Interscope |
Samvinna | Audioslave Rage Against the Machine Lock Up Class of '99 Electric Sheep Prophets of Rage Nightwatchman |
Morello hefur stundum lagt pólítískum málstað lið og stofnaði m.a. Axis of Justice-samtökin með söngvara System of a Down, Serj Tankian. Samtökin miða að því að efla mannréttindi og jafnrétti.
Morello er þekktur fyrir að framkalla alls kyns hljóð úr gítar sínum með gítareffektum.
Þessi tónlistargrein sem tengist æviágripi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.