David Sedley

David Neil Sedley (fæddur 30. maí 1947) er breskur fornfræðingur og heimspekisagnfræðingur. Hann er Laurence-prófessor í fornaldarheimspeki við Cambridge-háskóla.

Sedley nam við Trinity College í Oxford þaðan sem hann brautskráðist árið 1969. Honum var veitt doktorsgráða árið 1974 af University College London. Doktorsverkefni hans var ritstýrður texti, þýðing og skýringar við 28. bók Um náttúruna eftir Epikúros.

Frá 1976 hefur Sedley verið félagi á Christ's College í Cambridge og frá 1996 prófessor í fornaldarheimspeki. Í júlí árið 2000 tók hann við stöðu Laurence-prófessors í fornaldarheimspeki af Giselu Striker.

Sedley hefur verið gistiprófessor við Princeton-háskóla (1981 - 1982), Kaliforníuháskóla í Berkeley (1984 og 2004), Yale-háskóla (1990) og Cornell-háskóla (2001). Hann var gerður að félaga í Bresku akademíunni í júlí 1994.

Helstu ritBreyta

BækurBreyta

  • Lucretius and the Transformation of Greek Wisdom (1987)
  • Plato's Cratylus (2003)
  • The Widwife of Platonism. Text and Subtext in Plato's Theaetetus (2004)
  • Creationism and its Critics in Antiquity (2007)

RitstjórnBreyta

  • The Hellenistic Philosophers (ásamt A.A. Long) (1987)
  • The Cambridge Companion to Greek and Roman Philosophy (2003)
  • Pyrrhonists, Patricians, Platonizers. Hellenistic Philosophy in the Period 155-86 BC (ásamt A.M. Ioppolo) (2007)

HeimildirBreyta