David Allen Devaney (30. maí 195529. maí 2023) var íslensk-bandarískur körfuknattleiksmaður sem lék með Njarðvík í efstu deild á Íslandi.

David Devaney
Persónulegar upplýsingar
Fæðingardagur30. maí 1955(1955-05-30)
Reykjavík, Ísland
Dánardagur29. maí 2023 (67 ára)
Tampa, Flórída, Bandaríkin
Körfuboltaferill
Leikferill1972–1974
Liðsferill
1972–1974Njarðvík

David fæddist í Reykjavík á Íslandi. Móðir hans var íslensk en faðir hans var bandarískur og starfaði hjá Lockheed á Keflavíkurflugvelli. Á unglingsaldri tók David þátt í körfuboltadeild starfsmanna á vellinum þar sem hann var iðulega meðal stigahæstu leikmanna. [1][2]

Ferill

breyta

David lék í efstu deild karla með Njarðvík tímabilið 1972–1973 og var meðal bestu manna deildarinnar. Í mars 1973 skoraði hann 49 stig á móti Þór Akureyri.[3] Hann varð þriðji hæstur í heildarstigum í deildinni með 280 stig, á eftir Þóri Magnússyni (306 stig) og Bjarna Gunnari Sveinssyni (285 stig). David var þó með hæsta meðalskorið í deildinni, 31,1 stig, en sökum meiðsla spilaði hann í einungis 9 af 14 leikjum Njarðvíkur.[4] Hann leiddi deildina í vítanýtinguna, en hann setti niður 81,8% af vítaskotum sínum.[5][2]

8. september 1973 lék hann með Njarðvík í 72–86 tapi þeirra á móti KR í Bikarkeppni KKÍ en eftir það hélt hann til Bandaríkjana í nám við Háskóla Suður Flórída.[6] Hann lék á ný með Njarðvík í janúar 1974 er hann var staddur á landinu í leyfi. Þann 5. janúar tryggði hann Njarðvík 2 stiga sigur á Íþróttafélagi Stúdenta með tveimur vítum þegar 12 sekúndur voru eftir. Alls skoraði hann 30 stig í leiknum.[7][8]

Tölfræði í efstu deild

breyta
Tímabil Lið Leikir Stig Stig/leik
1973 Njarðvík 9 280 31,1
1974 Njarðvík 1 30 30,0
Samtals 10 310 31,0

Persónulegt líf

breyta

Eftir að David fluttist vestur um haf starfaði hann sem fasteignasali í Bandaríkjunum. Hann lést á heimili sínu í Tampa í Flórída 29. maí 2023.[9]

Heimildir

breyta
  1. „Holiday tourney to divide season“. The White Falcon. 17. desember 1973. bls. 10. Sótt 24. febrúar 2025 – gegnum Tímarit.is. 
  2. 2,0 2,1 Gylfi Kristjánsson (9. maí 1973). „Mikil harka í leikjunum - Sagði David Devany“. Morgunblaðið. bls. 31. Sótt 10. janúar 2023 – gegnum Tímarit.is. 
  3. Skapti Hallgrímsson (2001). Leikni framar líkamsburðum. Körfuknattleikssamband Íslands. bls. 145. ISBN 9979-60-630-4.
  4. „Þá kviknaði smá von“. Morgunblaðið. 9. Maí 1973. Sótt 23. júlí 2018.
  5. „Lokastaðan“. Morgunblaðið. 25. apríl 1973. Sótt 23. júlí 2018 – gegnum Tímarit.is. 
  6. „Úrslitin í kvöld“. Morgunblaðið. 3. janúar 1974. Sótt 23. júlí 2018.
  7. „UMFN vann ÍS“. Morgunblaðið. 8. janúar 1974. Sótt 23. júlí 2018.
  8. „Ofsa barátta í Njarðvík“. Vísir. 7. janúar 1974. Sótt 23. júlí 2018.
  9. „Minningargreinar - David Devaney“. Morgunblaðið. 17 júlí 2023. Sótt 23 febrúar 2025.