Einar Már Sigurðarson

Einar Már Sigurðarson (f. 29. október 1951 í Reykjavík) er fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar fyrir Norðausturkjördæmi. Foreldrar hans eru Sigurður Guðgeirsson og Guðrún R. Einarsdóttir. Einar Már er giftur Helgu Magneu Steinsson og eiga þau fimm börn: Heiðrún Helga (1971), Jóhann Már (1972), Karl Már (1977), Einar Torfi (1980), Sigurður Steinn (1990). Einar lauk stúdentsprófi 1971, kennaraprófi 1979 og prófi í náms- og starfsráðgjöf 1994. Hann hefur starfað sem kennari, skólastjóri og skólameistari og verið forstöðumaður Skólaskrifstofu Austurlands. Hann sat á Alþingi á árunum 1999-2009.

Einar Már Sigurðarson (EMS)
Fæðingardagur: 29. október 1951 (1951-10-29) (73 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
Flokkur: Merki Samfylkingarinnar Samfylkingin
Þingsetutímabil
1999-2003 í Austurl. fyrir Samf.
2003-2007 í Norðaust. fyrir Samf.
2007-2009 í Norðaust. fyrir Samf.
= stjórnarsinni
Embætti
2007-2009 Formaður Íslandsdeildar ÖSE-þingsins
2009 Formaður menntamálanefndar
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis
  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.