Þingið í Worms var almennt stéttaþing sem keisari hins Heilaga rómverska ríkis boðaði til í Worms þar sem nú er Þýskaland. Þingið stóð frá 28. janúar til 25. maí 1521 og keisarinn, Karl 5., veitti því forstöðu. Þingsins er einkum minnst fyrir að hafa tekið á siðbót Marteins Lúthers sem flutti mál sitt fyrir þinginu. Samkvæmt hefðinni á hann að hafa mælt þar hin fleygu orð „Hér stend ég og get ekki annað, svo hjálpi mér guð, amen!“ (þýska: Hier stehe ich. Ich kann nicht anders. Gott helfe mir. Amen.).

Lúther talar á þinginu í Worms.
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.