Sláturfélag Suðurlands
Sláturfélag Suðurlands (skammstafað sem SS) er íslenskt sláturfélag. Var það stofnað við Þjórsárbrú þann 28. janúar árið 1907 af 565 stofnendum.[1] Ein þekktasta vara fyrirtækisins eru SS-pylsur.
Helsti stofnandi var Tómas Tómasson sem hafði lært slátrun í Kaupmannahöfn og var fyrsti faglærði slátrarinn á Íslandi. Sláturfélagið reisti nýtískulegt sláturhús við Lindargötu í Reykjavík við stofnun. Árið 1913 byggði félagið frystihús með kælibúnaði til kjötgeymslu og var það fyrsta slíka frystihús til kjötgeymslu með vélbúnaði á landinu.