Sauli Niinistö
Sauli Väinämö Niinistö (f. 24. ágúst 1948) er finnskur stjórnmálamaður, lögfræðingur og bankamaður sem var forseti Finnlands frá árinu 2012 til ársins 2024.
Sauli Niinistö | |
---|---|
Forseti Finnlands | |
Í embætti 1. mars 2012 – 1. mars 2024 | |
Forsætisráðherra | Jyrki Katainen Alexander Stubb Juha Sipilä Antti Rinne Sanna Marin Petteri Orpo |
Forveri | Tarja Halonen |
Eftirmaður | Alexander Stubb |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 24. ágúst 1948 Salo, Finnlandi |
Þjóðerni | Finnskur |
Stjórnmálaflokkur | Samstöðuflokkurinn |
Maki | Marja-Leena Alanko (g. 1974; d. 1995), Jenni Haukio (g. 2009) |
Börn | 3 |
Háskóli | Háskólinn í Turku |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Niinistö vann sigur í annarri umferð finnsku forsetakosninganna árið 2012 með 62,6% atkvæða gegn græningjanum Pekka Haavisto. Niinistö er meðlimur í finnska Samstöðuflokknum og var árið 2012 fyrsti forseti Finnlands úr röðum íhaldsmanna í um þrjátíu ár.[1] Niinistö er hlynntur frekari samruna við Evrópusambandið og hafði fyrir forsetatíð sína verið fjármálaráðherra Finnlands frá 1996 til 2003.[2] Hann hafði einnig verið dómsmálaráðherra og forseti finnska þingsins.[3]
Niinistö var endurkjörinn þann 28. janúar 2018 í fyrstu umferð kosninga með um 60% atkvæða. Hann bauð sig fram til endurkjörs óháður stjórnmálaflokkum. Honum hafði meðal annars verið hrósað fyrir að halda jafnvægi í samskiptum Finna við Rússland á sama tíma og aukin spenna er komin upp milli Rússlands og vesturlanda.[4] Niinistö tók þann 16. júlí á móti Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladímír Pútín Rússlandsforseta á leiðtogafundi þeirra í Helsinki.
Upp frá innrás Rússa í Úkraínu árið 2022 hefur Niinistö opinberlega verið fylgjandi því að Finnland gerist aðili að Atlantshafsbandalaginu.[5] Finnland gekk í NATO í forsetatíð hans árið 2023.[6]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Sauli Niinistö verður næsti forseti Finnlands“. Landpósturinn. 5. febrúar 2012. Sótt 11. júlí 2018.
- ↑ „Sauli Niinistö kosinn forseti Finna“. RÚV. 5. febrúar 2012. Sótt 11. júlí 2018.
- ↑ „Niinistö sækist eftir endurkjöri“. Vísir. 29. maí 2017. Sótt 11. júlí 2018.
- ↑ „Niinisto endurkjörinn forseti Finnlands“. mbl.is. 28. janúar 2018. Sótt 11. júlí 2018.
- ↑ Hallgrímur Indriðason (14. maí 2022). „Forseti Finnlands ræðir NATO-umsókn við Pútín“. RÚV. Sótt 14. maí 2022.
- ↑ „Finnland gengið inn í NATO“. mbl.is. 4. apríl 2023. Sótt 11. mars 2024.
Fyrirrennari: Tarja Halonen |
|
Eftirmaður: Alexander Stubb |