Klemens 9. (28. janúar 16009. desember 1669) var páfi frá 1667 til dauðadags. Hann hét upphaflega Giulio Rospigliosi og var af aðalsættum frá Pistoia í Toskana. Hann gekk í jesúítaskóla og lærði síðan heimspeki við Háskólann í Písa. Hann var náinn samstarfsmaður Úrbanusar 8. og var í hans valdatíð sendur sem postullegur sendiherra til Spánar og hélt þeirri stöðu eftir að Innósentíus 10. tók við. Hann samdi söngbækur fyrir óperur.

Klemens 9.

Lítið markvert gerðist í skammri valdatíð Klemensar 9.. Hann gegndi hlutverki sáttasemjara í friðarsamningunum eftir Valddreifingarstríðið 1668. Hann hélt áfram kaupum Páfastóls á listaverkum. Hann samdi við Gian Lorenzo Bernini um gerð englanna á Ponte Sant'Angelo í Róm og við Antonio Maria Abbatini um myndskreytingu kórsins í Sixtínsku kapellunni.


Fyrirrennari:
Alexander 7.
Páfi
(1667 – 1669)
Eftirmaður:
Klemens 10.