Vermont
Vermont er fylki í Bandaríkjunum. Vermont liggur að Kanada í norðri, New Hampshire í austri, Massachusetts í suðri og New York í vestri. Flatarmál Vermont er 23.871 ferkílómetrar.
Flagg | Skjöldur |
---|---|
![]() |
![]() |
Höfuðborg fylkisins heitir Montpelier en stærsta borg fylkisins er Burlington. Íbúar Vermont eru um rúmlega 626 þúsund (2010).