Michael Guigou
Michael Guigou (fæddur 28. janúar 1982 í Apt) er franskur handknattleiksmaður, sem leikur fyrir Montpellier HB.
Guigou er hornamaður í franska karlalandsliðinu í handknattleik. Með franska landsliðinu vann hann til gullverðlauna á sumarólympíuleikunum í Beijing árið 2008, á heimsmeistaramótinu í handknattleik árið 2009 og á Evrópumeistaramótinu í handknattleik árið 2010. Hann var markahæstur Frakka í úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu árið 2009 með tíu mörk (þar af sjö mörk úr sjö vítaskotum) og var markahæstur Frakka á mótinu með 52 mörk.
Þetta æviágrip sem tengist handknattleik og Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.