Cher

bandarísk söngkona og leikkona

Cher (f. Cherilyn Sarkisian; 20. maí 1946) er bandarísk söngkona og leikkona. Hún hóf tónlistarferil sinn á miðju hippatímabilinu ásamt eiginmanni sínum, Sonny Bono, og myndaði með honum söngtvíeykið Sonny og Cher.[1] Á ferli sínum hefur hún náð velgengni á sviði þjóðlagatónlistar, diskótónlistar, rokktónlistar, popptónlistar og rafrænnar danstónlistar. Cher hefur jafnframt birst sem leikkona í kvikmyndum og hefur unnið til fjölda kvikmyndaverðlauna, meðal annars nokkurra Golden Globe-verðlauna og til Óskarsverðlauna sem besta leikkonan í aðalhlutverki árið 1988.[2][3]

Cher
Svarthvít andlitsmynd af Cher
Cher á áttunda áratuginum
Fædd
Cherilyn Sarkisian

20. maí 1946 (1946-05-20) (77 ára)
Önnur nöfn
  • Cheryl LaPiere
  • Cher Bono
  • Cherilyn Sarkisian La Piere Bono Allman
Störf
  • Söngvari
  • leikari
Ár virk1963–í dag
Maki
Börn2
Tónlistarferill
Stefnur
HljóðfæriRödd
Útgefandi
Áður meðlimur í
Vefsíðacher.com
Undirskrift

Cher varð bæði vinsæl söngkona og tískutákn í Bandaríkjunum á áttunda og níunda áratuginum. Síðasta tónleikaferðalag hennar um heiminn, Living Proof: The Farewell Tour (2002–2005) komst í Heimsmetabók Guinness sem tekjuhæsta sýningarferðalag listakonu í sögunni.

Cher er þekkt fyrir djúpa altsöngrödd sína. Hún er eini listamaðurinn sem hefur komist að minnsta kosti einu sinni efst á vinsældalista á hverjum áratugi í Bandaríkjunum frá sjöunda áratugnum. Hún hefur selt rúmlega 100 milljónir hljómdiska á ferli sínum.[4]

Útgefið efni breyta

Breiðskífur breyta

  • All I Really Want to Do (1965)
  • The Sonny Side of Chér (1966)
  • Chér (1966)
  • With Love, Chér (1967)
  • Backstage (1968)
  • 3614 Jackson Highway (1969)
  • Chér / Gypsys, Tramps & Thieves (1971)
  • Foxy Lady (1972)
  • Bittersweet White Light (1973)
  • Half-Breed (1973)
  • Dark Lady (1974)
  • Stars (1975)
  • I'd Rather Believe in You (1976)
  • Cherished (1977)
  • Take Me Home (1979)
  • Prisoner (1979)
  • I Paralyze (1982)
  • Cher (1987)
  • Heart of Stone (1989)
  • Love Hurts (1991)
  • It's a Man's World (1995)
  • Believe (1998)
  • Not Commercial (2000)
  • Living Proof (2001)
  • Closer to the Truth (2013)
  • Dancing Queen (2018)
  • Christmas (2023)

Samvinnuplötur breyta

  • Two the Hard Way (með Gregg Allman sem Allman and Woman) (1977)
  • Black Rose (sem aðalsöngvari Black Rose) (1980)

Tilvísanir breyta

  1. „Goðsögn í tónlistarheiminum“. Dagblaðið Vísir. 9. júní 2017.
  2. Helgi Jónsson (17. apríl 1988). „Leikkonan Cher“. Morgunblaðið. bls. 22-23.
  3. „Leikkonan Cher: Erfið æska setur mark á hana“. Dagblaðið Vísir. 12. nóvember 1988. bls. 69.
  4. Actress, music icon Cher turns 65 - The Independent/AFP, 22. maí 2011.

Tenglar breyta

   Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.