Cher (f. Cherilyn Sarkisian; 20. maí 1946) er bandarísk söngkona og leikkona. Hún hóf tónlistarferil sinn á miðju hippatímabilinu ásamt eiginmanni sínum, Sonny Bono, og myndaði með honum söngtvíeykið Sonny og Cher.[1] Á ferli sínum hefur hún náð velgengni á sviði þjóðlagatónlistar, diskótónlistar, rokktónlistar, popptónlistar og rafrænnar danstónlistar. Cher hefur jafnframt birst sem leikkona í kvikmyndum og hefur unnið til fjölda kvikmyndaverðlauna, meðal annars nokkurra Golden Globe-verðlauna og til Óskarsverðlauna sem besta leikkonan í aðalhlutverki árið 1988.[2][3]

Cher
Cher - Casablanca.jpg
Cher á áttunda áratuginum.
Upplýsingar
FæddCherilyn Sarkisian
20. maí 1946 (1946-05-20) (76 ára)
El Centro, Kaliforníu, Bandaríkjunum
UppruniFáni Bandaríkjana Bandarísk
Önnur nöfnCheryl LaPiere
Cher Bono
Cherilyn Sarkisian La Piere Bono Allman
Ár1963–
StefnurPopp, dans, diskó, þjóðlagatónlist, rokk
RaddsviðAlt
ÚtgefandiAtco, Casablanca, Columbia, Geffen, Imperial, Kapp, MCA, Reprise, United Artists, Warner
Vefsíðacher.com
Undirskrift
Cher Assinatura.png

Cher varð bæði vinsæl söngkona og tískutákn í Bandaríkjunum á áttunda og níunda áratuginum. Síðasta tónleikaferðalag hennar um heiminn, Living Proof: The Farewell Tour (2002-2005) komst í Heimsmetabók Guinness sem tekjuhæsta sýningarferðalag listakonu í sögunni.

Cher er þekkt fyrir djúpa altsöngrödd sína. Hún er eini listamaðurinn sem hefur komist að minnsta kosti einu sinni efst á vinsældalista á hverjum áratugi í Bandaríkjunum frá sjöunda áratugnum. Hún hefur selt rúmlega 100 milljónir hljómdiska á ferli sínum.[4]

TilvísanirBreyta

  1. „Goðsögn í tónlistarheiminum“. Dagblaðið Vísir. 9. júní 2017.
  2. Helgi Jónsson (17. apríl 1988). „Leikkonan Cher“. Morgunblaðið. bls. 22-23.
  3. „Leikkonan Cher: Erfið æska setur mark á hana“. Dagblaðið Vísir. 12. nóvember 1988. bls. 69.
  4. Actress, music icon Cher turns 65 - The Independent/AFP, 22. maí 2011.
   Þetta æviágrip sem tengist tónlist og Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.