Petr Čech (f. 20. maí 1982 í Plzeň í Tékkóslóvakíu) er tékkneskur fyrrum knattspyrnumaður sem spilaði lengst af með Chelsea FC á Englandi. Hann starfar nú sem tæknilegur ráðgjafi hjá Chelsea.

Petr Čech
Upplýsingar
Fæðingardagur 20. maí 1982 (1982-05-20) (41 árs)
Fæðingarstaður    Plzeň, Tékkóslóvakíu
Hæð 1,96m
Leikstaða markmaður
Yngriflokkaferill
1989-1999 FC Viktoria Plzeň
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1999-2001 FK Chmel Blšany 27
2001-2002 Sparta Prague 27
2002-2004 Rennes 70
2004-2015 Chelsea 333
2015-2019 Arsenal 110
Landsliðsferill
2001-2002
2002-2016
Tékkland U21
Tékkland
15
124

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Hann hefur spilað fyrir Viktoria Plzeň, Chmel Blšany, Sparta Prague, Rennes og Arsenal. Cech var kosinn í lið Evrópumeistaramótsins 2004.[1] Hann hefur jafnframt fengið verðlaun sem besti markvörðurinn í Meistaradeild Evrópu fyrir tímabilin 2004/2005, 2006/2007 og 2007/2008.

Hann ákvað að setja hanskana á hilluna árið 2019 eftir 4 ár hjá Arsenal.

Ferill breyta

Čech fæddist í Plzeň, Tékkóslavakíu þar sem nú er Tékkland. Hann byrjaði fótbolta iðkun sjö ára að aldri. Uppeldisfélag hans var FC Viktoria Plzeň. Hann skipti yfir í félagið Chmel Blšany 30. október 1999 og varð fljótt lykileikmaður í liðinu.

Rennes breyta

Eftir að hafa spilað í eitt tímabil með Sparta Prague uppskar hann árangur með undir 21 árs landsliðinu. Eftir vítaspyrnu í úrslitaleik evrópumeistaramótinu og sigur landsliðsins uppskar hann mikla athygli frá erlendum félögum. Arsenal reyndi að fá til sín leikmanninn en fékk ekki vinnuréttindi fyrir hann. Í júlí 2002 fór Čech til franska klúbbsins Stade Rennes.[2]

Chelsea breyta

2003 kom Čech til reynslu til Chelsea. Claudio Ranieri hafði áform um að gera Čech að varamarkverði liðsins.[3] Eftir að fyrsta tilboði Chelsea var hafnað,[4] samþykkti Rennes annað tilboð félagsins og leikmaðurinn fór til Chelsea á 7 milljónir breskra sterlingspunda og skrifaði undir fimm ára samning.[5]

Tímabilið 2004/2005 breyta

Þegar að aðalmarkvörður Chelsea, Carlo Cudicini, brotnaði á olnboga var Čech settur í byrjunarlið félagsins. Hann hélt hreinu í deildarleik á móti Manchester United og 5. mars 2005 hafði hann haldið hreinu í 1.025 mínútur.[6] Þetta met féll síðar af markverði Manchester United, Edwin van der Sar.

Tímabilið 2005/2006 breyta

Á tímabilinu fékk liðið eingöngu 22 mörk á sig og sigraði deildina.[7] Čech skrifaði undir nýjan samning 1. febrúar 2006 sem framlengdi dvöl hans hjá Chelsea til 2010.

Tímabilið 2006/2007 breyta

 
Petr Čech með sérsmíðaðan hjálm frá Adidas.

Čech fór í minniháttar axlaraðgerð 27. júní 2006 til að fyrirbyggja frekari meiðsli. 14. október sama árs var hann að keppast við að ná boltanum af Stephen Hunt á fyrstu 20 sekúndum leiksins. Hné Stephen Hunts lenti í höfði Čech og skildi hann eftir meðvitundarlausan. Eftir nokkrar mínútur var honum skipt út fyrir Carlo Cudicini sem varð jafnframt meðvitundarlaus seinna í sama leik. Fyrirliðinn John Terry stóð síðustu mínúturnar í markinu.

Čech fór í skurðaðgerð á höfuðkúpu[8] og gat ekki spilað fyrir félagið fyrr en í október 2006. Hans fyrsti leikur eftir meiðslin var á móti Liverpool 20. janúar 2007 þar sem félagið tapaði 2-0. Hann spilaði með sérsmíðaðan hjálm í leiknum og hélt því áfram á meðal höfuð hans var viðkvæmt. Hann hélt 810 mínútum hreinum og í enda tímabilsins varð hann fyrsti leikmaður ensku deildarinnar að halda hreinu í úrslitaleik, gegn Manchester United í deildarbikarnum.

Tímabilið 2007/2008 breyta

Í fyrsta leik tímabilsins fékk Chelsea 2 mörk á sig gegn Birmingham City en vann leikinn 3-2 og setti met í fjölda heimaleikja án taps.[9] 7. nóvember 2007 lenti Čech í ökklameiðslum í Evrópumeistaramótinu gegn Scalke 04.[10] Eftir að hafa lent í öðrum meiðslum gegn Tottenham og á æfingu 7. apríl 2008 hafði hann misst af 22 leikjum á tímabilinu.

Eftir 2008 breyta

Chech skrifaði undir 5 ára samning við Chelsea í júlí 2008. Hann hóf tímabilið 2008–09 mjög vel og fékk aðeins 7 mörk á sig í 17 leikjum. Í apríl 2009 hélt hann 100. marki sínu hreinu fyrir Chelsea og í mars 2011 spilaði Chech 300 leik sinn fyrir félagið. Var hann valinn leikmaður ársins 2011 fyrir það.

Í mars 2014 varð hann fjórði markvörðurinn til að spila 100 leiki í Meistaradeild Evrópu. Á tímabilinu 2014-2015 vék Chech fyrir Thibaut Courtois sem aðalmarkvörður Chelsea. Chech hafði þá glímt við meiðsli en var leikfær. Hann sætti sig ekki að vera mikið á bekknum í leikjum.

Arsenal breyta

Chech hélt til Arsenal í janúar 2015 og skrifaði um sumarið undir 4 ára samning. Í desember setti hann met í ensku úrvalsdeildinni þegar hann hélt hreinu í 170 leikjum. Tímabilið 2018–19 byrjaði hann sem aðalmarkmaður Arsenal en tapaði svo sæti sínu fyrir Bernd Leno. Í janúar 2019 lýsti hann því yfir að hann ætlaði að hætta eftir tímabilið.

Einkalíf breyta

Čech fæddist sem þríburi. Hann á systurina Šárka en Michal, bróðir hans lést 2 ára. Einnig á hann eldri systur, Markéta. Čech er giftur Martina Dolejšová (nú Čechová) og á með henni tvö börn.

Cech spilar á trommur og hefur meðal annars spilað með Roger Taylor í Queen. Hann talar ensku, þýsku, frönsku og spænsku.

Heimildir breyta

  1. Chris Hatherall (5. júlí 2004). „Four All-Star Lions“. The Football Association. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. apríl 2005. Sótt 7. janúar 2007.
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. október 2009. Sótt 24. júní 2011.
  3. „Čech dubbed world's best keeper“. BBC Sport. 9. mars 2005. Sótt 30. apríl 2008.
  4. „Chelsea Čech bid rejected“. BBC News. 7. janúar 2004. Sótt 30. apríl 2008.
  5. „Chelsea sign Čech“. BBC Spor. 9. febrúar 2004. Sótt 30. apríl 2008.
  6. Warren, Dan (30. apríl 2005). „Chelsea's magic numbers“. BBC News. Sótt 30. apríl 2008.
  7. „English Premier League 2005-2006 : Table“. Statto.com. 17. ágúst 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. maí 2012. Sótt 17. ágúst 2010.
  8. „Keeper Čech has surgery on skull“. BBC Sport. 15. október 2006. Sótt 16. október 2006.
  9. „Report: Chelsea vs Birmingham – English Premier League“. ESPNsoccernet. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. febrúar 2018. Sótt 9. nóvember 2008.
  10. „Match Report: Blackburn 0 Chelsea 1“. Chelsea F.C. 23. desember 2007. Sótt 4. apríl 2008.

Heimild breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Petr Čech“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. janúar. 2019.