Sigfús Daðason
Sigfús Daðason (20. maí 1928 – 12. desember 1996) var íslenskt ljóðskáld. Hann fæddist í Drápuhlíð í Helgafellssveit. Sigfús var sonur Daða Kristjánssonar og Önnu Sigfúsdóttir. Sigfús átti tvær systur sem hétu Ingibjörg Daðadóttir (9. apríl 1923 - 6. ágúst 2011) og Arndís Daðadóttir (6. júlí 1925 - 6. nóvember 2021).[1]
Sigfús lauk námi við Menntaskólann í Reykjavík árið 1951, sama ár og fyrsta ljóðabók hans kom út, Ljóð 1947-1951. Hann hélt til Parísar, þar sem hann lagði stund á latínu og bókmenntafræði og lauk þar námi árið 1959. Hann var meðritstjóri Tímarits Máls og menningar frá árinu 1962-76 og framkvæmdastjóri bókaútgáfu Máls og menningar frá 1971-76. Þá starfrækti hann eigið forlag, Ljóðhús. Hann kenndi við Háskóla Íslands. Sigfús lést á Landspítalanum 12. desember árið 1996. Útför Sigfúsar fór fram mánudaginn 23. desember 1996 og hófst athöfnin klukkan 10:30.
Verk
breyta- Ljóð 1947-1951 (1951)
- Hendur og orð (1959)
- Fáein ljóð (1977)
- Útlínur bak við minnið (1987)
- Maðurinn og skáldið (1987) - bók um Stein Steinarr
- Province í endursýn (1992)
- Og hugleiða steina (1997)
- Ljóð 1947 - 1996 (2008)
Tenglar
breyta- Glatkistan - tónlistartengd umfjöllun
- https://timarit.is/page/1869327?iabr=on#page/n29/mode/2up/search/lj%C3%B3%C3%B0%201947
- ↑ „Morgunblaðið - 294. tölublað (22.12.1996) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 4. maí 2024.