Maríúpol

(Endurbeint frá Mariupol)

Maríúpol (úkraínska: Маріу́поль) er borg í suður-Úkraínu við mynni fljótsins Kalmius við Asovhaf. Íbúar voru um 430 þúsund árið 2021.

Maríúpol.

Borgin varð stjórnskipunarlegur hluti Donetskfylki eftir að borgin Donetsk féll í hendur aðskilnaðarsinna árið 2014. Maríúpol varð fyrir gegndarlausum loftárásum í innrás Rússa í Úkraínu 2022. Hún var umsetin af rússneska hernum sem eyðilagði vatn og rafmagnsleiðslur. Allt að 80-90% bygginga urðu fyrir árásum, sjúkrahús og leikhús þar á meðal. Flestir íbúanna höfðu flúið í lok mars og hafa allt að 21.000 óbreyttir borgarar látist.

Orðsifjar

breyta

Uppruni heitisins er rakinn til grískumælandi innflytjenda frá suður-Krímskaga sem gáfu stað þar nafnið Mariampol sem má rekja til líkneskis sem sýndi Maríu mey.

Frá 1948 til 1989 hét borgin opinberlega Zhdanov í höfuðið á sovéska stjórnmálamanninum Andrej Zhdanov, sem fæddist í borginni.