Vasco da Gama (um 146924. desember 1524) var portúgalskur landkönnuður sem fyrstur fann sjóleiðina austur um Afríku til Indlands og Kína, og ruddi brautina fyrir landvinninga og áhrif Portúgala á Indlandshafi. Hann var sendur af Emmanúel 1. frá Portúgal til að reyna að finna beina leið að hinum verðmætu mörkuðum Asíu og finna kristna menn sem sagt var að byggju í Austurlöndum fjær.

Vasco da Gama.

Ekki er  vitað mikið um æsku Vasco da Gama en í kringum 1480 fylgdi hann í fótspor föður síns hans Estêvã da Gama og fór í sjóherinn. Vasco da Gama kleif metorðastigann hratt og árið 1492 sendi Jóhann 2. Portúgalskonungur hann í herleiðangur gegn frönskum skipum sem höfðu truflað siglingar portúgalskra skipa. Árið 1497 skipaði konungurinn honunum að sigla til Indlands og tók sú sigling 209 daga, en vegalengdin sem hann sigldi var fimm sinnum lengri en sigling Kristófers Kólumbusar til Ameríku. Í byrjun ferðiarinnar til Indlands nýtti hann sér hagstæða vinda og sigldi suður með vesturströnd Afríku, hann sigldi svo fyrir Góðrarvonarhöfða, upp með austurströnd Afríku og að strönd Indlands.

Vasco fór þrjár ferðir til Indlands, árin 1497, 1502 og 1524, kom þar upp verslunarstöðvum og gerði samninga við höfðingja á þeim stöðum sem hann kom, sem áttu að tryggja Portúgölum aðgang að versluninni. Eftir fyrstu ferðina árið 1500 giftist hann Caterinu de Ataíde. Eignuðust þau sjö börn, sex syni og eina dóttur og bjuggu í bænum Évora. Vasco da Gama var ráðamönnum í Portúgal innan handar í málefnum Indlands þangað til hann var sendur þangað aftur 1524. Vasco da Gama fór í tvo aðra leiðangra til Indlands. Árið 1502 stýrði hann 20 skipa leiðangri þangað og þriðja ferðin var árið 1524. Í annarri ferðinni sýndi hann mikla grimmd við að gæta hagsmuna portúgalskra kaupmanna á Indlandi. Dæmi um það var þegar hann tók skip sem var á leiðinni til Mekka. Gerði hann farm skipsins upptækan, brenndi skipið og drap flesta í áhöfninni eða um 200 manns. Um borð voru um 20 börn sem var þyrmt og voru þau látin taka kristna trú. Fram að þeim tíma höfðu Arabar setið einir að verslun við Evrópu. Vasco da Gama lést 24. desember 1524 í Cochin í Indlandi og var jarðaður þar. Árið 1539 voru bein hans flutt aftur til Portúgal.

Ferðir Vasco da Gama leiddu einnig til þess að Portúgalar tóku að koma sér upp föstum bækistöðvum á ströndum Afríku.

Tenglar

breyta

„Hvað var svona merkilegt við Vasco da Gama?“. Vísindavefurinn.

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.