Auglýsing er samskiptaform þar sem reynt er að sannfæra hugsanlega kaupendur um að kaupa eða nota ákveðna vöru eða þjónustu. Margar auglýsingaherferðir ganga út á að selja ákveðin vörumerki sem eru tengd við ákveðna ímynd eða lífsstíl. Allir helstu miðlar eru notaðir af auglýsendum: sjónvarp, útvarp, bíó, tímarit, dagblöð, tölvuleikir, veraldarvefurinn og auglýsingaskilti. Auglýsingar eru gjarnan hannaðar af auglýsingastofum sem eru ráðnar af fyrirtækjum sem framleiða vöruna eða veita þjónustuna. Einnig er hugtakið notað yfir tilkynningar, svo sem atvinnuauglýsingar og í öðrum lögformlegum tilgangi, svo sem í Stjórnartíðindum eða í Lögbirtingablaðinu.

Strætisvagn í Kópavogi með augýsingu frá Landsbankanum
  Þessi viðskiptafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.