Auglýsing

Strætisvagn í Kópavogi með augýsingu frá Landsbankanum

Auglýsing er samskiptaform þar sem reynt er að sannfæra hugsanlega kaupendur um að kaupa eða nota ákveðna vöru eða þjónustu. Margar auglýsingaherferðir ganga út á að selja ákveðin vörumerki sem eru tengd við ákveðna ímynd eða lífsstíl. Allir helstu miðlar eru notaðir af auglýsendum: sjónvarp, útvarp, bíó, tímarit, dagblöð, tölvuleikir, veraldarvefurinn og auglýsingarskilti. Auglýsingar eru gjarnan hannaðar af auglýsingastofum sem eru ráðnar af fyritækjum sem framleiða vöruna eða veita þjónustuna.

  Þessi viðskiptafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.