Brad Pitt

bandarískur leikari og framleiðandi

William Bradley Pitt (f. 18. desember 1963) er bandarískur leikari og kvikmyndaframleiðandi. Hann hefur framleitt myndir eins og The Departed (2006) og 12 years a slave (2013).

Brad Pitt - Hollywood California - July 2019
Angelina Jolie og Brad Pitt í Cannes.

Pitt fæddist í Shawnee Oklahoma en fluttist síðar til Missouri. Hann á tvö yngri systkini. Hann var alinn upp í íhaldssamri suður-baptisma-kristni en gerðist síðar trúleysingi eða guðleysingi. Pitt fluttist til Los Angeles og spreytti sig í sápuóperum og aukahlutverkum fyrst en síðar kvikmyndum. Fyrsta alvöru hlutverk hans var í myndinni Thelma and Louise og sló hann fyrst í gegn í myndinni Interview with the Vampire.

Hann var giftur leikkonunni Angelinu Jolie frá 2004 til 2016. Saman eiga þau 6 börn. Árið 2016 skildu Jolie og Pitt vegna óyfirstíganlegs ágreinings. Þau hafa rekið hjálparsamtök saman sem aðstoða stríðshrjáð lönd. [1] Pitt hefur áður verið með leikkonunum Gwyneth Paltrow og Jennifer Aniston.

Pitt vann Óskarsverðlaun sem besti karlleikari í aukahlutverki árið 2020 fyrir leik sinn í kvikmyndinni Once Upon a Time in Hollywood.[2]

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Brad Pitt“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. september, 2016.

Kvikmyndir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Angelina Jolie sækir um skilnað Rúv. Skoðað 20.september, 2016.
  2. Ingunn Lára Kristjánsdóttir (10. febrúar 2020). „Vinnings­hafar og skemmtileg augna­blik á Óskars­verð­laununum“. Fréttablaðið. Sótt 10. febrúar 2020.
   Þessi kvikmyndagrein sem tengist æviágripi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.