Hurðaskellir
Einn íslensku jólasveinanna
Hurðaskellir er sjöundi jólasveinninn kallaður sem kemur til manna, þann 18. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.
Hurðaskellir var mikill ólátabelgur og skellti hurðum svo að fólk hrökk upp úr fastasvefni.
Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:
- Sjöundi var Hurðaskellir,
- -sá var nokkuð klúr,
- ef fólkið vildi í rökkrinu
- fá sér vænan dúr.
- Hann var ekki sérlega
- hnugginn yfir því,
- þó harkalega marraði
- hjörunum í.
Sjá nánar
breytaTengt efni
breyta- Nöfn jólasveina eftir Árna Björnsson Geymt 11 febrúar 2012 í Wayback Machine