Aðalskipulag
Það þarf að skrifa þessa grein út frá alþjóðlegu sjónarmiði. Vinsamlegast bættu greinina eða ræddu málið á spjallsíðunni. |
Aðalskipulag er skipulagsáætlun sem skilgreind er í skipulagslögum. Aðalskipulag gildir fyrir eitt sveitarfélag og er allt landsvæði sveitarfélagsins skipulagsskylt. Í aðalskipulagi setur sveitarstjórn fram stefnu sína um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu til minnst 12 ára. Af stigum skipulags í íslenskum lögum er aðalskipulag þriðja skipulagsstigið á eftir landsskipulagi sem er efsta skipulagsstigið og svæðisskipulagi sem er yfirsett aðalskipulagi. Fjórða skipulagsstigið er deiliskipulag og er það undirsett aðalskipulagi. Jafnframt er til skipulagsstig sem er jafnsett deiliskipulagi, hverfisskipulag.
Skipulagslög 123/2010 tóku gildi 1. janúar 2011 og jafnframt tóku þá gildi lög um mannvirki 160/2010. Komu þau í stað eldri skipulags- og byggingarlaga sem höfðu verið í gildi frá 1997.
Stjórnsýsla skipulagsmála
breytaSveitarstjórn ber ábyrgð á að gert sé aðalskipulag fyrir sveitarfélagið og skal aðalskipulag vera í gildi á hverjum tíma. Tekin skal afstaða til þess á fjögurra ára fresti hvort endurnýja beri gildandi skipulag. Skipulagsnefnd sveitarfélags annast í umboði sveitarstjórnar vinnslu, kynningu og afgreiðslu aðalskipulags. Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulag og sendir það Skipulagsstofnun til staðfestingar. Aðalskipulag er háð samþykki sveitarstjórnar og staðfestingu Skipulagsstofnunar og ráðherra í þeim tilvikum sem hann skal staðfesta aðalskipulag.
Sveitarstjórnir skulu kjósa skipulagsnefnd sem getur í samræmi við samþykktir annast fullnaðarafgreiðslu mála. Með skipulagsnefnd skal starfa skipulagsfulltrúi sem ráðinn er af sveitarstjórn. Skipulagsfulltrúi kann einnig að gegna hlutverki byggingafulltrúa. Sveitarstjórnir annast með þessum hætti gerð aðalskipulags, deiliskipulags og í samvinnu við önnur sveitarfélög svæðisskipulag.
Umhverfis- og auðlindaráðherra fer með yfirstjórn skipulagsmála á Íslandi og hefur sér til aðstoðar Skipulagsstofnun. Ráðherra annast skipulag á öryggis- og varnarsvæðum. Skipulagsstofnun annast eftirlit með framkvæmd skipulagsmála og upplýsingagjöf um skipulagsmál.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur það hlutverk að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála eftir því sem mælt er fyrir um í lögum á þessu sviði. Getur nefndin fellt úr gildi skipulagsáætlanir og fyrirskipað um stöðvun framkvæmda.
Efni og framsetning aðalskipulags
breytaÍ aðalskipulagi er lagður grundvöllur fyrir gerð deiliskipulags varðandi landnotkun, takmarkanir á landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi og byggðamynstur, þ.m.t. þéttleika byggðar. Í aðalskipulagi eða breytingu á því er heimilt að setja fram nánari stefnu, svo sem um nýbyggingarsvæði eða endurbyggingarsvæði í eldri byggð eða um einstök viðfangsefni. Við gerð aðalskipulags skal byggt á áætlunum um þróun og þarfir sveitarfélagsins auk gildandi yfirsettra skipulagsáætlana. Þá skal jafnframt gætt að samræmi við skipulagsáætlanir aðliggjandi sveitarfélaga.
Aðalskipulag skal sett fram í bæði greinargerð og á uppdrætti og eftir atvikum á þemauppdráttum. Skipulagsgreinargerð aðalskipulags skal lýsa rökstuddri stefnu sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu ásamt umhverfismati aðalskipulagsins. Skipulagsuppdráttur aðalskipulags skal sýna staðbundnar ákvarðanir um landnotkun, vernd og aðrar takmarkanir á landnotkun og samgöngu- og þjónustukerfi.
Rammahlutar aðalskipulags sýna ákveðin afmörkuð svæði sveitarfélagsins með það að markmiði að ákvarða nánar landnotkun, svo sem um meginþætti þjónustukerfa og að afmarka byggingarsvæði eða áfanga deiliskipulagsáætlana.
Skipulagsreglugerð mælir fyrir um að eftirtaldir þættir séu teknir fyrir í greinargerð aðalskipulags[1]:
a. Athafna- og iðnaðarstarfsemi, umfang og yfirbragð
b. Blöndun byggðar, skilyrði og reglur.
c. Efnistaka, efnislosun og urðun úrgangs.
d. Íbúar og íbúðir, íbúasamsetning og þörf fyrir húsnæði.
e. Landbúnaður, einkenni og þróun.
f. Landsskipulagsstefna, mat á samræmi.
g. Opin svæði, útivist og íþróttir. Umfang og aðstaða.
h. Samgöngur, vegir og stígar. Þróun samgöngumála og megináhrifaþættir.
i. Sjálfbær þróun, sérstaklega hvað varðar búsetumynstur, samgöngur og auðlindanýtingu.
j. Skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlends. Umfang og einkenni ræktarsvæða og tengd mannvirkjagerð.
k. Stakar framkvæmdir.
l. Varúðarsvæði og náttúruvá. Náttúruvá og önnur hætta fyrir heilsu og öryggi almennings svo sem vegna mengandi atvinnustarfsemi.
m. Veitur og fjarskipti.
n. Verndar- og orkunýtingaráætlun. Svæði í verndarflokki skal skilgreina sem önnur náttúruvernd og svæði í biðflokki sem varúðarsvæði þar til fyrir liggur ákvörðun um virkjunarkosti í biðflokki í verndar- og orkunýtingaráætlun. Setja skal stefnu um orkunýtingu á svæðum í orkunýtingarflokki og skilgreina sem iðnaðarsvæði.
o. Vernd vatns, náttúru- og menningarminja.
p. Verslun og önnur þjónusta. Stefna um hvar og hvernig þörfum fyrir verslun og aðra þjónustu verður mætt.
q. Þéttbýli. Þróun þéttbýlis, helstu einkenni einstakra þéttbýlisstaða, samspili þeirra og hlutverkaskiptingu.
Aðalskipulög á Íslandi
breytaSkýringar við skipulag töflu
Númer | Sveitarfélag | Gildistími | Aðalskipulagsuppdráttur | Heimasíða | Hönnun |
---|---|---|---|---|---|
Sveitarfélagsnúmer | Nafn sveitarfélags | Gildistími aðalskipulags |
Uppdrættir sem eru í gildi (oft eru þeir ekki aðgengilegir á netinu eða þá að vísað er í eldri uppdrætti sem ekki eru lengur í gildi, varast ber að nota þessa uppdrætti semheimild beint, heldur hafa samband við viðkomandi sveitarfélag og fá upplýsingar um gildandi uppdrátt) |
Heimasíða sveitarfélags og heimasíða skipulagssviðs viðkomandi sveitarfélags |
Hönnun, skipulagsfræðingur eða fyrirtæki |
Suðvestur hornið 0000 - 3504
breytaNúmer | Sveitarfélag | Gildistími | Aðalskipulagsuppdráttur | Heimasíða | Hönnun |
---|---|---|---|---|---|
0000 | Reykjavíkurborg | 2010-2030 |
|
|
|
1000 | Kópavogsbær | 2000-2012 |
| ||
1100 | Seltjarnarnesbær | 2004-2024 | |||
1300 | Garðabær | ||||
1400 | Hafnarfjarðarkaupstaður | ||||
1603 | Sveitarfélagið Álftanes | ||||
1604 | Mosfellsbær | ||||
1606 | Kjósarhreppur | 2008 |
|
||
2000 | Reykjanesbær | ||||
2300 | Grindavíkurbær | ||||
2503 | Sandgerðisbær | ||||
2504 | Sveitarfélagið Garður | 1998 - 2018 |
|
| |
2506 | Sveitarfélagið Vogar | 2006-2026 |
|
| |
3000 | Akraneskaupstaður | 2005-2017 |
|
||
3501 | Hvalfjarðarsveit - Hvalfjarðarstrandarhreppur | 2008 |
|
||
3502 | Hvalfjarðarsveit - Skilmannahreppur | ||||
3503 | Hvalfjarðarsveit - Innri-Akraneshreppur | 2008 |
|
||
3504 | Hvalfjarðarsveit - Leirár- og Melahreppur | 2008 |
Vesturland og Vestfirðir 3506 - 4910
breytaNorðurland 5000 - 6707
breytaAusturland 7000 - 7620
breytaNúmer | Sveitarfélag | Gildistími | Aðalskipulagsuppdráttur | Heimasíða | Hönnun |
---|---|---|---|---|---|
7000 | Seyðisfjarðarkaupstaður | 1978-1998 |
|
| |
7300 | Fjarðabyggð - sameinað | ||||
7501 | Langanesbyggð - Skeggjastaðahreppur | 2004-2024 | |||
7502 | Vopnafjarðarhreppur | 2004-2024 | |||
7505 | Fljótsdalshreppur | ||||
7509 | Borgarfjarðarhreppur | ||||
7605 | Fjarðabyggð - Mjóafjarðarhreppur | 2008 |
|
||
7610 | Fjarðabyggð - Fáskrúðsfjarðarhreppur | 2008 |
|
||
7613 | Breiðdalshreppur | ||||
7617 | Djúpavogshreppur | ||||
7619 | Fjarðabyggð - Austurbyggð | ||||
7620 | Fljótsdalshérað |
|
Suðurland 7708 - 8721
breytaHeimildir
breyta- Íslensk sveitarfélög eftir sveitarfélagsnúmerum
- „Skipulags- og byggingarlög“. Sótt 11. júlí 2006.
- „Upplýsingar um íslensk sveitarfélög“. Sótt 12. nóvember 2005.
- „Staða aðalskipulags“. Sótt 7. júlí 2006.