Sólheimar
Sólheimar er sjálfbært samfélag í Grímsnesi þar sem um 100 einstaklingar búa og starfa saman. Sólheimar voru stofnaðir árið 1930 af Sesselju Hreindís Sigmundsdóttur (1902 - 1974). Íbúar voru 96 árið 2024.
Sólheimar | |
---|---|
Byggðarkjarni | |
![]() Yfirlitsmynd yfir Sólheima | |
![]() | |
Hnit: 64°4′6.58″N 20°38′35.06″V / 64.0684944°N 20.6430722°V | |
Land | Ísland |
Landshluti | Suðurland |
Kjördæmi | Suður |
Sveitarfélag | Grímsnes- og Grafningshreppur |
Mannfjöldi (2024)[1] | |
• Samtals | 96 |
Póstnúmer | 805 |
Vefsíða | gogg |
Byggðahverfið Sólheimar leggur áherslu á ræktun manns og náttúru. Rekin er félagsþjónusta á Sólheimum þar sem einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn er veitt tækifæri til atvinnu og starfsþjálfunar, búsetu, félags- og menningarstarfs.
Fjölbreytt starfsemi fer fram á Sólheimum svo sem rekstur skógræktar- og garðyrkjustöðva sem báðar stunda lífræna ræktun. Verslun og listhús, kaffihús og gistiheimili. Fjöldi listvinnustofa er á Sólheimum svo sem kertagerð, listasmiðja, keramik, vefstofa, jurtastofa og smíðastofa.
Í byggðahverfinu er kirkja, höggmyndagarður, trjásafn, hljómgarður, listsýningarsalur, umhverfissetrið Sesseljuhúsi auk íþróttaleikhúss.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Mannfjöldi eftir byggðakjörnum, kyni og aldri 1. janúar 1998-2024“. px.hagstofa.is.