Skipulagsstofnun
Skipulagsstofnun er opinber stofnun íslenska ríkisins sem hefur það hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd skipulagslaga, veita ráðgjöf og fylgjast með stöðu skipulagsmála hjá sveitarfélögunum. Stofnunin veitir umsagnir um ágreiningsmál á sviði skipulags- og byggingarmála, og metur umhverfisáhrif fyrirætlaðara mannvirkja. Stofnun hefur það einnig á sinni könnu að fylgjast með og veita upplýsingar um ferlimál fatlaðra.
Umhverfisráðherra fer með yfirstjórn skipulags- og byggingarmála. Skipulagsstjóri ríkisins er forstjóri Skipulagsstofnunar, hann er skipaður af umhverfisráðherra til 5 ára í senn. Skipulagsstjóri er Stefán Thors. Skipulagsstofnun skiptist í þrjú svið: skipulags- og byggingarsvið, umhverfissvið og þjónustusvið. Hjá stofnuninni starfa 18 manns.
Í stefnu stofnunarinnar segir m.a. að „Skipulagsstofnun [vilji] stuðla að umhverfisvernd og vinna markvisst að markmiðum sjálfbærrar þróunar varðandi ákvarðanir um landnotkun, mannvirkjagerð og byggðaþróun.“
Í ágúst 2001 synjaði Skipulagsstofnun leyfi til byggingar á Kárahnjúkavirkjun vegna umhverfisskaða. Þáverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, ákvað að hundsa úrskurðinn.
Tenglar
breyta- Heimasíða Skipulagsstofnunar
- Kortagrunnar
- Heimasíða Umhverfisráðuneytis
- LISTI YFIR ÞÁ SEM RÉTTINDI HAFA TIL AÐ SINNA SKIPULAGSGERÐ
- Auglýsingar um breytingu á aðalskipulagi - B deild Stjórnartíðinda
Lög
breyta- Vegalög 1994 nr. 45 6. maí Rg. 325/1995.
- Skipulags- og byggingarlög 1997 nr. 73 28. maí
- Lög um mat á umhverfisáhrifum 2000 nr. 106 25. maí
- Lög um umhverfismat áætlana 2006 nr. 105 14. júní