Laugarvatn

Laugarvatn er stöðuvatn í Laugardal í Bláskógabyggð, en við vatnið stendur samnefnt þorp. Vatnið er grunnt, mesta dýpi er um 2 metrar, og fullt af gróðri og við það er heit laug. Hermt er að sumir heiðingjar hafi eftir kristnitöku árið 1000 verið skírðir í þessari laug og hún kölluð Vígðalaug. En þar voru lík Jóns Arasonar, biskups og sona hans þvegin er þau voru flutt frá Skálholti norður yfir heiðar eftir aftöku þeirra í nóvember 1550.

Laugarvatn, séð frá Laugarvatnsfjalli. Fjær sést í Apavatn.
Laugarvatn

Laugarvatn

Point rouge.gif

Á Laugarvatni er Menntaskólinn að Laugarvatni og Íþróttakennaraskóli Íslands og hefur myndast þorp kringum hann. Áður var það héraðsskóli, og stendur skólahúsið enn uppi að hluta. Þar eru tvö Eddu hótel og skipulagt tjaldsvæði með þjónustumiðstöð. Þar, sem víða í uppsveitum Árnessýslu, er jarðhiti mikill og því góð baðastaða í og við Laugarvatn er m.a. sundlaug og gufubað. Í nágrenni Laugarvatns hefur risið mikil sumarbústaðabyggð og eiga mörg stéttarfélög bústaði þar sem og einstaklingar. Skóglendi er mikið og víðlent og fallegar ár og lækir renna þar um.

TengillBreyta

   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.