Ari Trausti Guðmundsson

íslenskur jarðfræðingur, rithöfundur og stjórnmálamaður

Ari Trausti Guðmundsson (f. 3. desember 1948) er íslenskur jarðeðlisfræðingur, rithöfundur og fjölmiðlamaður. Hann var alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2016 til 2021. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og prófi í forspjallsvísindum frá Háskóla íslands 1972. Ari Trausti stundaði síðan nám við Óslóarháskóla og tók Cand.mag. í jarðeðlisfræði 1973 og stundaði síðar viðbótarnám í jarðvísindum við Háskóla Íslands 1983 til 1984. Hann vann m.a. við rannsóknarstörf, blaðamennsku. kennslu, leiðsögn og ferðaþjónustu til 1987. Eftir það hefur hann verið sjálfstætt starfandi og t.d. sinnt ýmis konar faglegri ráðgjöf, fyrirlestrum, ferðaþjónustu, kynningu á vísindum, fjölbreyttum ritstörfum og dagskrárgerð fyrir sjónvarp og útvarp.

Ari Trausti Guðmundsson
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2016 2021  Suður  Vinstri græn
Persónulegar upplýsingar
Fæddur3. desember 1948 (1948-12-03) (76 ára)
Reykjavík
StjórnmálaflokkurVinstrihreyfingin – grænt framboð
StarfJarðeðlisfræðingur, rithöfundur og fjölmiðlamaður
Æviágrip á vef Alþingis

Ari Trausti hefur skrifað fjölda bóka um náttúru Íslands, jarðfræði, eldfjallafræði, stjörnufræði, umhverfisvernd, ferðaslóðir og fjallamennsku, samtals hafa yfir 40 titlar komið út á íslensku, ensku, ítölsku og frönsku. Hann er einnig þekktur sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi, m.a. fyrir margar heimildarmyndir og þáttaraðir sem hann hefur staðið að.

Auk fræðirita og ferðabóka hefur Ari Trausti gefið út smásagnasöfn, ljóðabækur og skáldsögur, alls 11 skáldverk. Hann gaf út fyrsta smásagnasafn sitt 2002, sem hét Vegalínur, fyrir það hlaut hann Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness. Ari Trausti hefur hlotið nokkrar viðurkenningar, auk fyrrgreindra verðlauna, svo sem viðurkenningu frá Bókasafnssjóði fyrir fræðirit, tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna (2001) og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, hlaut verðlaun Rannís fyrir kynningu á vísindum til almennings (2008) og einnig Landgræðsluverðlaunin 2015. Hann varð handhafi riddarakross Fálkaorðunnar 2022 fyrir störf á sviði vísinda og þekkingarmiðlunar.

Ari Trausti hefur einnig skrifað margar greinar í blöð og tímarit um umhverfismál, ýmis þjóðmál, ferðaþjónustu og fjallamennsku en einnig stjórnmál og var formaður miðstjórnar EIK (m-l) frá 1973 til 1980 þegar þau sameinuðust KFÍ m-l í Kommúnistasamtökunum og formaður þeirra til 1983. Hann var einn af frambjóðendum til forsetakjörs 2012 og var svo kjörinn á Alþingi fyrir vinstri græn 2016 og 2017.

Ari Trausti hefur stundað ferðalög, útivist og fjallamennsku í rúma fjóra áratugi, bæði hér heima og víða um veröld. Meðal annars hefur hann leitt íslenska ferðahópa til Mongólíu, Suðurskautslandsins, Nýja-Sjálands og Ekvador. Hann hefur farið mjög víða um norðurslóðir, á Suðurskautslandið og til tuga landa í Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku og víðar í leit að fjöllum til að klífa og farið á há fjöll í Ölpunum, Rússlandi, Pakistan, Bólivíu, Ekvador, Tíbet, Xinjang og Tansaníu og flugleiðis á Norðurpólinn. Hann hefur samið handbók í fjallamennsku (ásamt Magnúsi Tuma Guðmundssyni; Fjallamennska) og gönguleiðabók um fjöll og jökla (með Pétri Þorleifssyni; Íslensk fjöll) og bók á ensku um svipað efni (Summit).

Ari Trausti er sonur listamannsins Guðmundar frá Miðdal og leirkerasmiðsins Lydiu Pálsdóttur. (Lydia var þýsk-austurrísk að uppruna og hét Zeitner að eftirnafni áður en hún varð íslenskur ríkisborgari). Ari Trausti er samfeðra hálfbróðurnum Erró, Guðmundi Guðmundssyni listmálara.

Hér fer á eftir yfirlit yfir bækur, bókarkafla, sjónvarpsefni, sýningar og fleira sem Ari Trausti hef komið að með ýmsum hætti en þó langmest sem höfundur texta, handrits og myndefnis. Innlendra og erlendra útvarpsþátta, blaða- og tímaritsgreina er ekki getið. Yfirlitið er ekki heildstætt og sennilega heldur ekki villulaust.

Árið 2016 var Ari Trausti kosinn á þing fyrir Vinstri Græna í Suðurkjördæmi. Hann hefur setið sex þing en gaf ekki kost á sæti framarlega á kjörlista í þingkosningum 2021 heldur skipaði aftasta sætið. Meðal annarra starfa á Alþingi var hann varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, fulltrúi VG í utanríkismálanefnd, formaður Þingvallanefndar og formaður þingmannanefndar um norðurslóðir.

Verkefnisstjóri starfshóps (D-hóps) að verkefnaáætlun í noðurslóðamálum Íslands á vegum Utanríkisráðuneytisins mars – desember 2022.

Á fyrri hluta árs 2022 tók Ari Trausti þátt í starfshópi ráðuneytis umhverfis-,orku- og loftslagsmála (URN) sem samdi skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum. (útg. í mars 2022). Hann vann svo með starfshópi á vegum URN í rúmt ár við gerð skýrslu um starfsumgjörð fyrirtækja á orkumarkaði og full orkuskipti á Íslandi (des. 2024).

Erlendir bókarhlutar

breyta
  • Terra di Ghiacco. Muzeo Nat. della Montagna (65). Torino 1989.
  • La nature en Europe. Bordas. Paris 1992.
  • Island/Iceland. Stemmle Verlag og Mál og menning. Reykjavík og Sviss 1994.
  • Island. Du Mont Reiseführer. Þýskaland 1993.
  • Bewegung (kafli um Surtsey). ProFutura, Þýskaland 2005.
  • Encyclopedia of the Arctic - 7 kaflar. Routledge, London/New York 2005

Þýðingar úr ensku eða dönsku

breyta
  • Alheimurinn og jörðin. Ridley o.fl., Reykjavík, Örn og Örlygur 1981.
  • Risinn hvíti - Changabang. P. Boardman og J. Tasker.
  • Útvarpssaga RÚV 1984/85.
  • Steinaríkið. British Museum of Natural History, með Halldóri Kjartanssyni. Vaka –Helgafell 1988.
  • Hvalir við Ísland. Mark Carwardine. Vaka-Helgafell 1988.
  • Skrautsteinar. (e. Aage Jensen/Politikens Forlag/Calley Hall - Dorling Kindersley). JENS ehf. 2000.
  • Vísindabókin. Mál og menning 2005.

Bækur almenns eðlis

breyta
  • Ágrip af jarðfræði Íslands. Örn og Örlygur 1982.
  • Fjallamennska. Meðhöfundur og ljósmyndari: Magnús T. Guðmundsson og Hreinn Magnússon, Örn og Örlygur 1983.
  • Guide to the Geology of Iceland. (Þýsk útg: Wegweiser durch die Geologie Islands). Meðhöfundur: Halldór Kjartansson, Örn og Örlygur 1984.
  • Íslandseldar - saga íslenskra eldstöðva. Vaka 1986.
  • Energy resources and dams in Iceland. Rritstjóri og höfundur efnis að hluta. ICOLD, Orkustofnun og Landsvirkjun 1989.
  • Ísland er enn í mótun. Yrkja, kafli í afmælisrit Vigdísar Finnbogadóttur. Reykjavík 1990.
  • Á ferð um hringveginn. Líf og saga 1990.
  • The other side of Iceland. (Islands zweites Gesicht, Hin hlið Íslands). Ljósmyndir: Hreinn Magnússon. Líf og saga 1990.
  • Úr ríki náttúrunnar (ritgerðir um náttúru og umhverfismál). Ljóð: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Ljósmyndir; Guðmundur Einarsson. Ísafold 1991.
  • Fjallabak (leiðabók handa göngumönnum). Meðhöfundur: Helmut Hinrichsen. Reykjavík 1992.
  • Ferð án enda (stjörnufræði). Ísafold 1992.
  • Landið, umhverfið og við (verkefna- og kennslubók í umhverfisfræðum handa 5.-7. bekk). Námsgagnastofnun 1993.
  • Í sátt við umhverfið (umhverfismál). Íslandsbanki 1994.
  • Jökulheimar (Erlendar útgáfur: Eivisionen, Light on ice). Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Ormstunga 1995.
  • Mountaineering in Iceland. Eigin útgáfa. Reykjavík 1995.
  • Waterfalls (Þýsk útgáfa: Wasserfälle). Iceland Review 1995.
  • Earth in action. (Þýsk útgáfa: Land im Werden). Meðhöfundur: Halldór Kjartansson. Vaka-Helgafell 1996.
  • Volcanoes of Iceland. Vaka-Helgafell 1996.
  • Vatnajökull; frost og funi (Ensk útgáfa: Ice on Fire). Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Arctic Books 1996.
  • Reykjanes – Gateway to Iceland. Iceland Review 1998.
  • Fólk á fjöllum (leiðir á 101 fjall á Íslandi). Meðhöfundur: Pétur Þorleifsson. Ormstunga 1999.
  • Reykjavík, hálendið, fossar. Þrjár myndabækur á nokkrum tungumálum. Ljósmyndir: Sigurgeir Sigurðsson. Forlagið 1999.
  • Reykjavík – Á vit nýrra alda. Fjögur tungumál. Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Arctic Books 1999.
  • Íslenskar eldstöðvar. Saga eldvirkni í 10.000 ár. Vaka-Helgafell 2001.
  • North light. Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Iceland Review/Forlagið, 2002.
  • Íslenskur jarðfræðilykill (jarðfræðihugtök/alfræði). Mál og menning 2002.
  • Steinuð hús. Meðhöfundur: Flosi Ólafsson. Húsafriðunanefnd ríksins og Línuhönnun. Reykjavík 2003.
  • YZT (um listamanninn Tolla). Útgefendur: Tolli 2003 og Edda 2004.
  • Íslensk fjöll. (Gönguleiðir á 151 fjall). Meðhöfundur: Pétur Þorleifsson. Mál og menning 2004.
  • Eldgos. (Eldgos á Íslandi 1913-2004). Mál og menning 2005.
  • Listvinahús og leirmunagerð 1930-1960. Arctic Books 2006.
  • Living Earth (yfirlit yfir jarðfræði Íslands). (Þýsk útgáfa: Lebende Erde). Edda 2007.
  • Focus on Iceland (handbók um 600 staði á landi, einnig til á þýsku). Ljósmyndir: Rafn Hafnfjörð. Salka 2008.
  • ÍSTAK (saga fyrirtækisins). Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Eigin útg. Ístaks. 2008.
  • Kjarni Íslands (Erlendar útgáfur: The Essence of Iceland, L’Islande en son Essence, Wesentlich Island). Ljósmyndabók eftir Kristján Inga Einarsson. Salka og Kristján Ingi 2009.
  • Iceland – So quiet. (Ljósmyndabók eftir Kristján Inga Einarsson). Salka 2010.
  • Eyjafjallajökull – Stórbrotin náttúra – Untamed nature. Með ljósmyndum Ragnars Th. Sigurðssonar. Uppheimar 2010. Einnig til í minna broti.
  • Enjoy (bók um 32 veitingahús í Reykjavík). Meðhöfundur: Helga S. Aradóttur. Ljósmyndir: Ólafur Þórisson og Ragnar Th. Sigurðsson. Salka 2010.
  • Landslag hugans – Landscape of the mind, ásamt Aðalsteini Ingólfssyni. Um listamanninn Tolla, Eigin útgáfa listamannsins 2010.
  • Eldgos. (um eldgos á Íslandi 1913-2012). Endurútgáfa að hluta. Mál og menning 2011.
  • Summit (leiðsögn á ensku - 100 fjöll á Íslandi). Uppheimar 2012.
  • Magma (yfirlit yfir eldgos á Íslandi). Uppheimar 2012. Einnig til í minna broti sem Magma on the move. Uppheimar 2013.
  • Iceland ablaze. (Spurningar og svör um eldvirkni á Íslandi). Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Forlagið 2013.
  • Hræringar (um Norræna húsið - kafli um náttúruna). Norræna húsið 2013.
  • Gagnvegir - um víða veröld. Rafbók og hljóðbók. Eigin útg. og Hljóðbók 2013.
  • Primordial landscape - Iceland revealed. Ljósmyndir Feos Pitcairn, 120 ljóð, upplýsingatexti um myndefni. powerHouse 2015.
  • Veröld í vanda - 14 kaflar um umhverfismál. Hið íslenska bókmenntafélag 2016.
  • LAVA - a brief history of Icelandic volcanoes. Ljósmyndir: Aðallega Ragnar Th. Sigurðsson. Mál og menning 2021.
  • UMBROT - jarðeldar á Reykjanesskaga. Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. Mál og menning 2021.
  • ON FIRE - Iceland´s youngest volcano - sama bókverk og Umbrot.
  • Náttúruvá - ógnir, varnir og viðbrögð. Forlagið - Mál og menning 2024.

Skáldverk

breyta
  • Brúin út í Viðey. Smásögur og ljóð átta rithöfunda (Grafarvogsskáldin). Miðgarður 2000.
  • Vegalínur (smásögur). Vaka-Helgafell 2002.
  • Á ferð (ljóðabók). Vaka-Helgafell 2004.
  • Leiðin að heiman (skáldsaga). Uppheimar 2005.
  • Krókaleiðir (ljóðabók). Uppheimar 2006.
  • Land þagnarninnar (skáldsaga). Uppheimar 2007.
  • Borgarlínur (ljóðabók). Uppheimar 2008.
  • Landið sem aldrei sefur (skáldsaga). Uppheimar 2009.
  • Blindhæðir (ljóðabók). Uppheimar 2010.
  • Sálumessa (skáldsaga). Uppheimar 2011.
  • Leitin að upptökum Orinoco (ljóðabók). Uppheimar 2012.
  • Bæjarleið (ljóðabók). Uppheimar 2013.
  • Fardagar (ljóðabók). Bókaútgáfa Sæmundur 2015.

Geisladiskar með fræðsluefni (CD-ROM/DVD)

breyta
  • Geothermal energy in Iceland. Rafhönnun 1995.
  • Ísland (á ári hafsins); Útflutningsráð. EXPO ´98 í Lissabon 1998.
  • Ísland (Náttúra – mannlíf). EXPO 2000 í Hannover 2000.
  • Vetni sem orkuberi framtíðar (líka á ensku). Íslensk nýorka 2003.
  • Islande – terre vivante. Vísindakynning París 2004.
  • Pure Iceland. Kynning á Íslandi, vísindum og náttúru. The Science Museum London 2006.
  • Hellisheiðarvirkjun og jarðhitanýting. Orkuveita Reykjavíkur 2009.

Helstu sjónvarpsþættir og heimildarmyndir

breyta
  • Ríkisútvarpið/Sjónvarp (framleiðandi):
  • Jarðfræði 1-10. Meðhöfundur: Halldór Kjartansson. RÚV 1983-1984.
  • Viðey. RÚV 1985.
  • Á ferð um Reykjanesskagann. Meðhöfundur: Halldór Kjartansson. RÚV 1986.
  • Jökulsárgljúfur. Meðhöfundur: Halldór Kjartansson. RÚV 1987.
  • Jarðfræði Reykjavíkur. Meðhöfundur: Halldór Kjartansson. RÚV 1989.
  • Fjallamenn á Fimmvörðuhálsi. Verksmiðjan 1993
  • Valdimar Leifsson - Kvikmyndagerð og Lífsmynd (framleiðandi):
  • Dimmuborgir. Landgræðslan 1994.
  • Lóan syngur ekki á örfoka svæðum. Landgræðslan 1994.
  • Þórsmörk 1997.
  • Í sátt við náttúruna (10 þátta röð um umhverfismál fyrir Stöð 2) 1997-8.
  • Hætturnar á sandinum (að afloknu Skeiðarárhlaupi 1996) 1997.
  • Öryggi í fyrirrúmi 112 (þáttaröð um nýja neyðarlínukerfið) 1998.
  • Vísindi í verki. Níu þættir um vaxtarbroddana í íslenskum vísindum. RÚV, HÍ, RANNÍS o.fl. 1999-2001.
  • Sultartangavirkjun (heimildamynd fyrir Landsvirkjun) 2000.
  • Stjörnufræði (fyrir Námsgagnastofnun) 2000.
  • Maður eigi einhamur – um ævi Guðmundar Einarssonar frá Miðdal (aðstoð við handritsgerð) 2001.
  • Víkingar: DNA-slóðin rakin. Þrír þættir 2003.
  • Maðurinn sem gatar jökla (um Sigfús Johnsen) 2003.
  • Vísindi fyrir alla. Vikulegir þættir fyrir RÚV (með Rögnu Söru Jónsdóttur) 2003 og tvær sex þátta raðir með samtals 36 innslögum fyrir RÚV 2004-2005.
  • Katla og Kötluvá (fyrir Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra) 2006.
  • Tónlist er lífið (níu þættir, sýndir í RÚV) 2007-2008.
  • Chukotka – land Romans Abramovich 2008.
  • Nýsköpun- íslensk vísindi. Tólf þátta röð um íslensk vísindi fyrir RÚV 2009-2010.
  • Þjórsárdalur 2011.
  • Nýsköpun – íslensk vísindi. Tólf þátta röð fyrir RÚV 2010-2011.
  • The birth of an island (handrit að hluta) 2011.
  • Völundur – nýsköpun í iðnaði. Fimm þátta röð fyrir Samtök iðnaðarins og RÚV 2012.
  • Reykjanes - upplifun við bæjardyrnar. Þriggja þátta röð fyrir RÚV 2013.
  • Nýsköpun - vísindi. Átta þættir unnir fyrir Sjónvarpið 2013. Sýndir 2014.
  • Maðurinn og umhverfið. Fimm þættir unnir fyrir Sjónvarpið 2014. Sýndir 2015.
  • Náttúrupostulinn - heimildarmynd um gróðurfarssögu Íslands, endurheimt landgæða og Svein Runólfsson fyrrum landgræðslustjóra.
  • Veðurstofan 100 ára (handritsgerð)
  • Eldhugarnir - Gluggi vonarinnar (handritsgerð). Heimildarmynd um baráttuna við Eldfellshraunið 1973. 2021.

Ýmsir framleiðendur

breyta
  • Þumall klifinn. Þumall/Grimsfilm 1984.
  • Haukadalur. Landgræðsla og náttúruvernd. Myndbær fyrir Landgræðsluna 1992.
  • Jarðboranir - við opnum þér auðlindir. Spark, fyrir Jarðboranir 2006.

Saga film (framleiðandi)

breyta
  • Winter sports in Iceland 1989.
  • Spáð í jörðina, eldgosa- og jarðskjálftaspár 1991.
  • Afl úr iðrum jarðar, nýting jarðhita 1991.
  • Þjórsárver. Meðhöfundur: Halldór Kjartansson 1992.
  • Æfintýraheimur Austur-Grænlands 1992.
  • Veiðivötn. Meðhöfundur: Halldór Kjartansson 1993.
  • Whale watching at the ice cap 1993.
  • Iceland; a land for all seasons 1993.
  • Iceland; a unique saga. Sex tungumál 1996.
  • Hetjur háloftanna (um frumherja í flugi á Íslandi) 1996.
  • Vatnajökull (handrit og tökur - mynd ekki lokið) 1996.
  • Skúmurinn. 1997.
  • Tröllajeppar í Antarktíku (handrit). Toyota/Saga film 1999.

Stöð 2 (framleiðandi)

breyta
  • Surtshellir 1989.
  • Jöklar á fljúgandi ferð (framhlaup í Vatnajökli) 1995.
  • Íslendingar á Norðurpólnum (með Saga film) 1995.
  • Meðal fiska og fólks, A-Grænland. 1998
  • Á hvítabjarnaslóðum, A-Grænland. 1999.
  • Íslendingar í Ekvador 2000.
  • Snjór í Ölpunum? 2001.

VISA-sport á Stöð 2 (innslög í þætti)

breyta
  • Ísklifur í Botnsúlum 1993.
  • Niður Hvítá 1993.
  • Vetrarfjallamennska 1993.
  • Lambatindur klifinn 1994.
  • Ísfossaklifur 1994.
  • Klifnir Syðri Hásteinar í Hofsjökli 1994.
  • Reykjavegur 1994.
  • Þelamerkursveiflan 1995.
  • Upp Skessuhorn 1995.
  • Þrír skriðjöklar í Öræfajökli 1995.
  • Klettaklifur í Esju 1995.
  • Týnda flugvélin (Gígjökull) 1995.
  • Sjóstangaveiði við Reykjavík 1995.
  • Búrfell og Búrfellsgjá 1995.
  • Áramótaferð á Vífilsfell 1996.
  • Í samvinnu við erlend fyrirtæki (dæmi):
  • Vulkanausbruch, Heimaey. WDR, Þýskaland 1973.
  • Unterwegs mit einem Islandtief. BR, Þýskaland 1981.
  • Snæfellsjökull; eine Reise zum Erdinneren. WDR, Þýskaland 1985.
  • Incentives and congresses in Iceland. Eimer, Þýskaland 1989.
  • Vatnajökull erupts. ITN-Bretland 1996.
  • The eruption in Vatnajökull. Discovery-Kanada 1996.
  • Good morning America. ABC/USA 1997.
  • The waterworld of Iceland. NPS, Holland 1998.
  • The world´s best water? BBC/Bristol/ fyrir Vatnsveituna 1999.
  • The University of Iceland. LITV/London 2002.
  • Island og naturen. DR2/Danmörk 2004.
  • Tektonik og vulkanisme. (í Viden om) DR2/Danmörk 2008.
  • Eyjafjallajökull. N24 (Þýskaland), BBC og margar fleiri stöðvar, 2010.
  • Journey to the centre of the planet. BBC/Richard Hammond 2011.
  • Volcanism in Iceland. Pumpkin Film fyrir BBC 2013.
  • Island - Kanal 2, Rússland, 2014.
  • Planete Raw 2020 Frakkland - Youtube
  • Des Volcans et Des Hommes. Les Bons Clients fyrir Arte 2018.    

Sýningar á eigin verkum eða ljósmyndasýningar

breyta
  • Vatnslitamyndir og teikningar. Eyrarbakki 1974.
  • Vatnslitamyndir og teikningar. Reykjavík 1980.
  • Ljósmyndasýning Ragnars Th. Sigurðssonar (ljóðatextar við myndir).
  • Gerðarsafn 1995.
  • Vatnslitamyndir. Reykjavík 2003.
  • Vestan við sól og norðan mána. Ljósmyndir, textar og kynning, með Ragnari Th.
  • Sigurðssyni. Þórhöfn, Færeyjun 2003, Akureyri 2003, Reykjavík 2003.
  • Vatnslitamyndir. Reykjavík 2008.

Þátttaka í gerð fræðslusýninga

breyta

BGB merkir samvinnu við Björn G. Björnsson, G við Gagarín, ÞSÞ Þórunni S. Þorgrímsdóttur og ÁPJ Árna Páli Jóhannssyni

  • Sýning á í Tasiilaq (Ammassalik) á verkum Guðmundar Einarssonar 1994.
  • Ísland. EXPO ´98 Lissabon 1998. (Línuhönnun)
  • Ísland. EXPO 2000 Hannover 2000. (Línuhönnun)
  • Island – terre vivante. Vísindakynning. Palace de la Decouverte París 2004. (ÁPJ og Línuhönnun)
  • Pure Iceland. Kynning á Íslandi, vísindum og náttúru. The Science Museum London 2006. (ÁPJ, G og Línuhönnun)
  • Hellisheiðarvirkjun og jarðhitanýting. Orkuveita Reykjavíkur. (G)
  • Ekvadorhátíð Kópavogs í Gerðarsafni og Náttúrufræðisafni Kópavogs.
  • Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar í Búrfellsvirkjun. (G)
  • Sýning um Þjórsárdal í Árnesi. (BGB)
  • Sýning um Eyjafjalajökulsgosið 2010 á Þorvaldseyri. (Porthönnun)
  • Heklusetrið að Leirubakka. (ÁPJ)
  • Kynningarsýning Landmælinga Íslands, Akranesi (með Vigni Jóhannssyni).
  • Orkuverið jörð í Reykjanesvirkjun. (BGB og Janus, Bretlandi)
  • Jarðvarmasýning í Kröflustöð. (G)
  • Bresentret, Noregi. (G)
  • Bremuseet, Noregi. (G)
  • Norsk sjöfuglsenter, Gestehamn, Værland. (G)
  • Snæfellsstofa að Skriðuklaustri (Vatnajökulsþjóðgarður). (ÞSÞ)
  • Kötlusetur í Vík í Mýrdal. (BGB)
  • Iceland revealed. Sýning með ljósmyndum eftir Feodor Pitcairn. Smithsoninan Inst. Washington. Fjölþættir textar. 2015.
  • LAVA - eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð/sýning á Hvolsvelli.(G). Hönnunarverðlaun Barcelona 2018.

Tenglar

breyta