Jérôme Boateng

Jérôme Agyenim Boateng (fæddur 3. september árið 1988) er þýskur knattspyrnumaður af ganverskum og þýskum ættum, hann spilar fyrir þýska félagið FC Bayern München og Þýska landsliðið.

Boateng í leik með FC Bayern München

Móðir hans er frá Þýskalandi og pabbi hans er frá Gana. Bróðir hans, Kevin-Prince Boateng er einnig knattspyrnumaður og er miðjumaður fyrir spænska félagið UD Las Palmas.