Leifur Muller (fæddur Müller 3. september 1920, dáinn 24. ágúst 1988) var íslenskur kaupmaður, sem tekinn var til fanga af Nasistum í Noregi haustið 1942. Hann var fangi í Sachsenhausen fangabúðunum við Oranieburg nálægt Berlín og var í haldi til stríðsloka. Fanganúmer hans var 68138.

Leifur ritaði tvær bækur um dvöl sína í fangabúðunum sem nefndust: Í fangabúðum nasista og Býr Íslendingur hér?. Faðir hans var hinn norskættaði Lorentz H. Müller, sem rak íþróttaverslun að Austurstræti 17 um miðja 20. öld. Móðir hans hét Marie Bertelsen og var norsk. Þau bjuggu lengi vel á Stýrimannastíg 15.[1]

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta
  • „Hvað getur þú sagt mér um Leif Müller?“. Vísindavefurinn.
  • Veldi nazista byggðist á fangabúðum; grein í Morgunblaðinu 1980
   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.