Stjörnufræði eða stjörnuvísindi er undirgrein náttúruvísindanna sem fæst við rannsóknir á heiminum utan lofthjúps jarðar. Þeir sem leggja stund á greinina kallast stjörnufræðingar eða stjarnvísindamenn.

Krabbaþokan er leifar sprengistjörnu.

Í stjörnufræði er rannsakaður uppruni og þróun, sem og efnis- og eðlisfræðilegir eiginleikar, hluta sem hægt er að fylgjast með fyrir utan lofthjúp jarðar.

Ólíkt flestum öðrum vísindagreinum eru áhugamenn enn snar þáttur í stjörnufræði nútímans, aðallega við að uppgvöta og fylgjast með fyrirbærum. Stjörnufræði er oft ruglað saman við stjörnuspeki, sem ekki byggist á vísindalegri aðferð og flokkast því til gervivísinda.

Undirgreinar breyta

Viðfangsefni stjörnufræðinnar breyta

Tenglar breyta