The Big Bopper
Jiles Perry (J.P.) Richardson, Jr., þekktastur sem The Big Bopper (24. október 1930 – 3. febrúar 1959) var bandarískur plötusnúður og einn af frumkvöðlum rokksins. Hann er þekktastur fyrir lagið „Chantilly Lace“ sem hann söng árið 1958. Hann fórst í flugslysi ásamt Buddy Holly og Ritchie Valens.