Charles Joseph Minard

Charles Joseph Minard (27. mars 178124. október 1870 í Bordeaux í Frakklandi) var franskur verkfræðingur og brautryðjandi á sviði hönnunar skýringarmynda.

Carte figurative des pertes successives en hommes de l'Armée Française dans la campagne de Russie 1812-1813. Kort sem sýnir vegferð hers Napóleons 1812 til Rússlands. Á skýringarmyndinni kemur fram mannfall, stefna og hitastig.

Minard fæddist í Dijon og lærði stærðfræði við École polytechnique skammt frá París. Hann starfaði sem verkfræðingur við hönnun stíflna, skurða og brúa um alla Evrópu. Hann var skipaður í stöðu við École Polytechnique árið 1830, þá tæplega fimmtugur að aldri, þar sem hann starfaði sem í sex ár. Þá tók hann við stöðu sem skoðunarmaður brúa og vega til ársins 1851 en þá settist hann í helgan stein.

Árið 1869 gaf hann út skýringarkort (f. Carte figurative des pertes successives en hommes de l'Armée Française dans la campagne de Russie 1812-1813, sjá mynd) sem sýndi vegferð hers Napóleons 1812 til Rússlands. Á því korti kemur fram

  • staðsetning hersins og stærð, hvar stakar herdeildir skiptu liði og mættust á ný
  • hvernig mannfall var
  • hversu lágt hitastigið var er herinn hörfaði

Vísindamaðurinn Étienne-Jules Marey veitti korti Minards strax athygli og sagði kortið segja skýrari sögu en penna sagnfræðingsins. Edward Tufte segir kortið hugsanlega vera bestu myndrænu framsetningu á gögnum fyrr og síðar í bók sinni The Visual Display of Quantitative Information.

Tenglar

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.