1298
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1298 (MCCXCVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Þorlákur Narfason varð lögmaður norðan lands og vestan í þriðja sinn.
- Fyrsta abbadís Reynistaðarklausturs, Katrín, var vígð. Hún dó líklega árið eftir.
- Þórir Haraldsson var vígður ábóti í Munkaþverárklaustri.
Fædd
Dáin
- 17. apríl - Árni Þorláksson, biskup í Skálholti (f. 1237).
Erlendis
breyta- 24. júní - Hákon háleggur gaf út réttarbótina Sauðabréfið fyrir Færeyinga.
- 2. júlí - Orrustan við Gölheim. Albert af Habsborg vann sigur á Adólf 1. en hann hafði verið settur af sem konungur Þýskalands nokkrum dögum áður og Albert kjörinn konungur í staðinn.
- 22. júlí - Orrustan við Falkirk. Játvarður 1. Englandskonungur vann sigur á skoskum her sem William Wallace stýrði.
- Marco Polo var settur í fangelsi í Genúa og hóf þar að segja öðrum fyrir ferðasögu sína.
- Birgir Magnússon Svíakonungur gekk að eiga Mörtu (Margréti) dóttur Eiríks klippings Danakonungs.
Fædd
Dáin