Hvalfjarðargangan

Hvalfjarðargangan var haldin af Samtökum hernámsandstæðinga dagana 23. og 24. júní árið 1962 á Jónsmessu. Tilefnið var að mótmæla áformum um byggingu kafbátastöðvar í Hvalfirði, sem þá var talsvert í umræðunni.

Aðdragandi og skipulagBreyta

Tvö fyrri sumur höfðu Samtök hernaðarandstæðinga staðið fyrir Keflavíkurgöngum til að mótmæla veru Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Árið 1961 tók Bandaríkjafloti við rekstri Keflavíkurstöðvarinnar af flughernum og hóf þegar að undirbúa aukin hernaðarumsvif. Voru meðal annars uppi hugmyndir um að koma upp meginkafbátastöð hersins á Norður-Atlantshafi í Hvalfirði. Töldu stjórnendur samtakanna því rétt að beina kastljósinu að þeim áformum með sérstakri göngu.[1]

Lagt var af stað frá Hvítanesi við austanverðan Hvalfjörð og var staðarvalið talið táknrænt, enda hefði bærinn þar farið í eyði við hernám Breta í heimsstyrjöldinni. Um 200 manns hófu göngu og flutti Guðmundur Böðvarsson skáld ávarp í upphafi. Þar sem gönguleiðin var 60 kílómetrar var henni skipt upp í tvennt. Tjaldbúðum var slegið upp á Kjalarnesi og haldin kvöldvaka.

Daginn eftir var gengið til Reykjavíkur og fjölgaði jafnt og þétt á leiðinni. Í göngulok var haldinn útifundur við Miðbæjarskólann þar sem Jóhannes úr Kötlum og Sverrir Bergmann fluttu ávörp en Þóroddur Guðmundsson var fundarstjóri. Til nokkurra stympinga kom á fundinum milli göngufólks og andstæðinga þeirra úr hópi Heimdellinga.[2]


TilvísanirBreyta

  1. „Dagfari, 3.tbl. 1962“.
  2. „Þjóðviljinn, 26. júní. 1962“.